Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Útskýringar á ritgerð?

Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega það sem ég er að skrifa um af miklum móð þessa dagana.

Samkvæmt heimildum Orðsins á götunni eru dæmi um það meðal stórra fasteignafélaga á höfuðborgarsvæðinu að þeir komi fyrir staðsetningarbúnaði á erlendum konum sem sjá um þrif á eignum þeirra.

Þetta mun vera í þeim tilgangi að fylgjast með því hvar þær eru á hverjum tíma og hvort þær séu ekki örugglega að vinna ölllum stundum. Það er spurning hvort um sé að ræða búnað svipaðan þeim sem bandarísk fangelsisyfirvöld nota til að fylgjast með því hvort fólk sem dæmt eru í stofufangelsi sé heima hjá sér og sjá má hér á myndinni til hliða?

 

Ég geri fastlega ráð fyrir að hér sé um nýtingu á RFID tækninni að ræða, þar sem einstaklingurinn ber á sér t.d. lítið aðgangskort sem notað er til þess að opna læstar hurðir. Ákveðnum fjölda lesara er síðan komið fyrir út um allt hús og þannig er hægt að fylgjast með öllum hreyfingum þess aðila sem kortið ber - í þrívídd.

Nauðsynlegt er náttúrulega að hafa aðgangskortið á sér, því annars kemstu ekki í gegnum læstar dyr. Þess vegna er engin ástæða til þess að festa þetta um ökla starfsmannanna eins og gefið er til kynna í færslunni sem ég vísa til.

Þetta er sama tækni og notuð er í vegabréfin okkar, nema á þeim örmerkjum eru geymdar miklu viðkvæmari upplýsingar en eitt seríalnúmer (sem er væntanlega það sem finna má á aðgangskortunum sem væntanlega eru í notkun hjá fasteignafélögunum :))

Ritgerðin mín snýst einmitt um að skoða lagaleg áhrif RFID tækninnar á persónuvernd og friðhelgi einkalífs.


Microsoft goes spyware

Athyglisverð þróun vörulínu Microsoft.

Þegar ég gúgglaði fyrirtækið sem um var að ræða poppaði upp viðvörunargluggi varnarforritsins míns:

WARNING: Dangerous web site

You have attempted to open a dangerous web site.

Address: http://www.aquantive.com

Credibility: Dangerous

Category: Spyware

Suggestion: Close your web browser window and do not reopen this website. 

Ekki beint það besta sem Microsoft gerir fyrir ímynd sína.  


mbl.is Microsoft leggur til atlögu við Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðun án vistunar, er það hægt?

Það er athyglisvert orðalagið sem danski dómsmálaráðherrann notar við tilgreiningu á ólöglegu athæfi tengdu barnaklámi. "Aðeins er ólöglegt að vista slíkt efni á tölvum ...".

Svarið sýnir annað hvort gríðarlega tæknilega vanþekkingu ráðherrans eða yfirlýsingu hans til þrengingar á skilgreiningunni um vistun gagna.

Staðreyndin er nefnilega sú að það er tæknilega ómögulegt að skoða efni á vef án þess að vista það niður á disk tölvunnar, spurningin er bara hversu lengi efnið dvelur þar. Það er til búnaður sem heldur því fram að vegsummerki skoðunar verði ekki til staðar að henni lokinni, en tölvan verður að taka til sín efnið og vista það til þess að geta birt það á skjánum hjá viðkomandi. Þess vegna fer efnið alltaf á diskinn og samkvæmt almennri skilgreiningu á vistun gagna, er skoðunin því ólögleg, þar sem vistun á sér stað - þó eingöngu til skamms tíma sé.

Óþægilegt er til þess að vita að danski dómsmálaráðherrann sé líklegast með orðum sínum að þrengja almenna skilgreiningu á vistun gagna, þannig að skammtímavistun vegna móttöku efnis og birtingar á skjá falli þar ekki undir. Hvar liggja svo mörkin? Á þá að skilja það þannig að allt efni sem finnst í svokölluðu cache á tölvum viðkomandi sé ekki vistað? Gildir það sama um My Received Files, möppuna þar sem allt efni sent í gegnum MSN vistast? Eða aðrar sambærilegar möppur tengdar öðrum forritum?

Það væri miklu æskilegra að þrengja lögmæti athæfisins við ásetning, ef ástæða er til þrengingar yfir höfuð.


mbl.is Ekki ólöglegt að skoða barnaklám í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha? Hvað kemur aðstoðarmaðurinn málinu við?

Óttarlega fjallabaksleið er Sigurður T. að fara núna. Það skiptir engu máli hvaða aðstoðarmaður gerði bréfið eða hvaða tölvuþekkingu hann hefur. Lykilatriðið er að það er mjög auðvelt að leggja fram falsaðan tölvupóst, þurfirðu ekki að sanna tilvist hans með öðru en pappírnum sem þú leggur fram. Þegar svo ber undir er enginn munur "á fölsuðu og ófölsuðu tölvubréfi", til þess að sýna fram á.

Og það þarf ekki ritvinnsluforrit til. 

Þess vegna eiga sendingarupplýsingar sem fylgja bréfinu ávallt að vera hluti af sönnunarfærslu sönnungargagnsins. Þannig - og aðeins þannig - verður tölvupóstur nægilega traust sönnunargagn í dómsmáli.


mbl.is Lagði fram bókun vegna tölvubréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda þarf vinnubrögð rannsóknaraðila

Þessi dómur sýnir svo ekki verður um villst að nauðsynlegt er fyrir rannsóknaraðila að vanda vinnubrögð sín svo um munar.

Öflun umferðargagna í málum af þessu tagi er gríðarlega mikilvæg og mjög tímanæm. Þess vegna er mikilvægt að skilgreina verkferla sem vinna á eftir í hverju einstöku máli, til þess að tryggja að sönnunarfærsla takist.

Hvort sem ákvörðun verður tekin um að ákæra í kærðu máli, þá er nauðsynlegt að afla umferðargagnanna strax, þar sem fjarskiptafyrirtækjum ber skylda til að afmá persónugreinanlegar upplýsingar í umferðagögnum 6 mánuðum eftir að þau verða til[1].

 

[1] Með þeirri undantekningu að mögulega þarf að geyma gögnin lengur vegna reikningagerðar (geyma verður gögnin á meðan unnt er að véfengja reikning).


mbl.is Ekki hægt að sanna hver skrifaði á spjallvef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útprentaður er tölvupóstur til lítils gagns - en honum fylgja rafrænar sendingarupplýsingar

Það er rétt að lítið mál er að búa til skjal sem lítur út eins og tölvupóstur.

Það er líka hægt að senda tölvupóst úr einni tölvu og segja það koma annars staðar frá.

Það sem er hins vegar erfiðara að falsa þær sendingarupplýsingar sem tölvupóstinum fylgja þegar hann fer frá einni tölvu til annarrar.

Segðu mér að lögreglan hafi haft vit á að geyma þær upplýsingar þegar tölvan var yfirfarin. Því þær upplýsingar eru eina leiðin sem fær er til þess að staðreyna upprunastað tölvupósts. Að mínu viti ætti það að vera nauðsynlegur hluti sönnunarfærslu sem byggir á tölvupósti.

Já það er hægt að falsa þessar upplýsingar, en þá erum við að tala um tækniþekkingu sem er langt fyrir ofan venjulega einstaklinga í venjulegum (eða óvenjulegum) tölvupóstsendingum. 


mbl.is Sýndi falsað tölvubréf í réttarsalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem honum voru sett? Hann skipulagði tímasetningarnar sjálfur

Saksóknara var sjálfum falið að skipuleggja tímasetningar fyrir skýrslutökur. Hans áætlun hafði brugðist strax á fyrsta vitnisburði - um heilan dag. Finnst það eiginlega ekki skrítið að dómari stöðvi slíkan skrípaleik.

"Spurður um hvers vegna hann hefði ekki haldið sig við tímamörkin sagði Sigurður Tómas að vissulega væru spurningarnar ítarlegar en sakarefnin væru að sama skapi fjölmörg. Ef þau væru hvert í sínu málinu þættu þetta ekki langar skýrslutökur. Hafa bæri og í huga að lengdin réðist einnig af samspili þess sem spyr og þess sem svarar."

Saksóknari hafði fengið það verkefni að skipuleggja tímasetningar skýrslutökunnar. Allt frá upphafi hefur andað mjög köldu á milli hans og Jóns Ásgeirs og ætla mætti að það hefði verið ástæðan fyrir að skýrslutökurnar yfir JÁ áttu að taka tvo og hálfan dag. En ég get ekki séð að ein einasta afsökunarástæða saksóknara haldi, ekki gerði hann raunverulega ráð fyrir því að viðhorf og viðmót JÁ myndi breytast þegar í skýrslutökur væri komið?

Ég skil ekki svona. 


mbl.is Ákvörðunin kom saksóknara í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpur trúverðugleiki

Ég verð nú að segja að maðurinn sem hefur verið leiðandi í notkun afritunarvarna á vörum sem hann hefur selt, er nú ekki beint sá sem maður trúir til að hafa heilindi á bak við yfirlýsingar sem þessar.

Svo ekki sé minnst á að á fundi á vegum skólans hérna úti í haust, lét fulltrúi Apple í iTunes málinu hér í Noregi hafa eftir sér að ástæða skorts á gagnvirkni (e. interoperability) tónlistar sem keypt er hjá iTunes verslununum, væri fyrst og fremst tæknilegur ómöguleiki - því að allar aðgerðir til að auka gagnvirkni, myndu vera á kostnað einfaldleika græjunnar.

Afsakið ef ég er skeptísk á heilindin.
En hann hefur aldrei klikkað á pé-errinu, það má hann eiga.


mbl.is Jobs vill afnema afritunarvarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyta lögunum eða efla eftirlitsaðilana?

Ég held að engin ástæða sé til þess að breyta lögunum, einstaka úrskurðir stofnananna hafa sýnt að lögin halda.

Vandamálið virðist miklu frekar vera hálflamaðar eftirlitsstofnanir, sem eru svo illa mannaðar að mörg ár tekur að leysa einföldustu mál sem stofnununum berast.

Svo ekki sé talað um pólitíkina sem virðist standa sumum eftirlitsaðilunum fyrir dyrum.

Að hóta að styrkja lögin gerir ekkert til að leysa vandann, því miður.


mbl.is Samkeppnislög hert ef virðisaukaskattslækkun skilar sér ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögunum breytt síðan

Ég hef ekki hug á að breyta af fyrri stefnu minni að blogga ekki hér á blog.is en stundum sé ég mig kannski tilneydda til að bæta við frétt blaðsins með notkun "blogga frétt" merkingarmöguleikans.

Verandi meistaranemi í upplýsingatæknilögum vakti fréttin áhuga hjá mér og leiddi til þess að ég gúgglaði efnið, til þess eins að komast að því að brotið var framið 1994 og lögunum hefur verið breytt síðan.

Sjá nánar, t.d., frétt International Herald tribune.

En hugmyndin er athygliverð engu að síður, að niðurhalið sem slíkt sé ekki lögbrot heldur einungis dreifingin. 


mbl.is Yfirréttur á Ítalíu: Ekki glæpur að hala niður tölvuskrám sé það ekki gert í hagnaðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband