Útskýringar á ritgerð?

Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega það sem ég er að skrifa um af miklum móð þessa dagana.

Samkvæmt heimildum Orðsins á götunni eru dæmi um það meðal stórra fasteignafélaga á höfuðborgarsvæðinu að þeir komi fyrir staðsetningarbúnaði á erlendum konum sem sjá um þrif á eignum þeirra.

Þetta mun vera í þeim tilgangi að fylgjast með því hvar þær eru á hverjum tíma og hvort þær séu ekki örugglega að vinna ölllum stundum. Það er spurning hvort um sé að ræða búnað svipaðan þeim sem bandarísk fangelsisyfirvöld nota til að fylgjast með því hvort fólk sem dæmt eru í stofufangelsi sé heima hjá sér og sjá má hér á myndinni til hliða?

 

Ég geri fastlega ráð fyrir að hér sé um nýtingu á RFID tækninni að ræða, þar sem einstaklingurinn ber á sér t.d. lítið aðgangskort sem notað er til þess að opna læstar hurðir. Ákveðnum fjölda lesara er síðan komið fyrir út um allt hús og þannig er hægt að fylgjast með öllum hreyfingum þess aðila sem kortið ber - í þrívídd.

Nauðsynlegt er náttúrulega að hafa aðgangskortið á sér, því annars kemstu ekki í gegnum læstar dyr. Þess vegna er engin ástæða til þess að festa þetta um ökla starfsmannanna eins og gefið er til kynna í færslunni sem ég vísa til.

Þetta er sama tækni og notuð er í vegabréfin okkar, nema á þeim örmerkjum eru geymdar miklu viðkvæmari upplýsingar en eitt seríalnúmer (sem er væntanlega það sem finna má á aðgangskortunum sem væntanlega eru í notkun hjá fasteignafélögunum :))

Ritgerðin mín snýst einmitt um að skoða lagaleg áhrif RFID tækninnar á persónuvernd og friðhelgi einkalífs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Glæsilegt hjá þér! Mér finnst þróun í eftiliti ríkisins með samborgurum á Vesturlöndum vera mál sem alltof lítill gaumur er gefinn.

P.S. Vissi ég að þú værir aftur farin að blogga og var farin að gleyma að opna bloggið þitt - hélt þú værir að skrifa og skrifa og einsog þú sérð vissi ekki um hvað!

Fylgist eftirleiðis vandlega með.

María Kristjánsdóttir, 30.6.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

átti auðvitað standa vissi ekki en ekki vissi ég- alltaf að flýta mér!

María Kristjánsdóttir, 30.6.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það er mjög skiljanlegt að fólk fylgist lítið með þessari síðu, því ég nota hana fyrst og fremst til þess að gera athugasemdir við fréttir, þegar ég les moggann og slíkt.

Hins vegar er það ekki eftirlit ríkisins með samborgurunum sem er að aukast, heldur þvert á móti eftirlit einkageirans með borgurunum, ýmist í formi neytenda, starfsmanna eða almennra borgara (og mögulegra neytenda, starfsmanna eða almennra borgara).

Það er þetta ýkta eftirlit og upplýsingasöfnun atvinnulífsins sem er mesta ógnin við friðhelgina nú til dags. Þegar tryggingafélagið er komið með upplýsingar um skurðaðgerðina sem þú fórst í á einkastofu læknisins, eða þegar bankinn veit að þú borgaðir kaupmanninum á horninu 5 dögum of seint og hann synjar þér um lánsviðskipti fyrir vikið. Svo ekki sé talað um hinn fræga svarta lista myndbandaleiganna, sem þú kemst víst bara á, en miklum mun síður að þú komist af honum. Allt saman tengt kennitölu þinni og varðveitt fram í rauðan dauðann.

Enn má nefna tryggðarkortin sem hinir ýmsu aðilar nota til þess að skrá betur hvað það er sem þú kaupir hjá þeim, svo þeir geti selt þér meira af því sem þú heldur að þú þurfir. Ég gæti haldið lengi áfram. Sum tilvikin af þessu tagi er okkur slétt sama um að safnist á eina hendi, en önnur getur skipt okkur miklu máli að tryggja að fari leynt, enda mögulega ofurviðkvæm persónuleg málefni. Heldurðu t.d. virkilega að ég vilji að einhver viti að ég hafi verið áskrifandi að andrési önd í mörg ár?

Það sem ég er síðan að skoða í ritgerðinni minni er hvort og þá hvað breytist í þessum efnum með tilkomu örmerkinga (RFID) á almennan markað. Þegar þú verður að ganga um með kort á þér, sem allir með réttan lesara geta lesið, þá fer að skipta máli hvað stendur á kortinu sjálfu og hvaða upplýsingar er hægt að tengja við það með raunhæfum hætti (reasonably likely á frummálinu).

Sama gildir þegar þú kaupir þér bók í Máli og menningu, örmerkingin er límd á bókina og þú tekur hana ekki svo auðveldlega af án þess að skemma bókina. Hvað er örmerkið stórt? Hversu langdrægt er loftnetið á því? Hvaða lesarar virkja sendingu upplýsinga frá því? Hverjir safna þ.a.l. viljandi (eða óviljandi) upplýsingum á meðan ég geng niður Laugaveginn í átt að Lækjartorgi?

Skiptir það kannski einhverju máli?

Hvað ef bókin væri Catcher in the Rye (er það ekki annars bókin sem allar bíómyndirnar segja að geðveiku fjöldamorðingjarnir kaupi sér)? 

Þetta er umhverfið sem ég er að skoða og hvort eða hvernig réttast væri að standa að löggjöf um tæknina, þ.e. örmerkingar. 

Elfur Logadóttir, 1.7.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband