Vanda þarf vinnubrögð rannsóknaraðila

Þessi dómur sýnir svo ekki verður um villst að nauðsynlegt er fyrir rannsóknaraðila að vanda vinnubrögð sín svo um munar.

Öflun umferðargagna í málum af þessu tagi er gríðarlega mikilvæg og mjög tímanæm. Þess vegna er mikilvægt að skilgreina verkferla sem vinna á eftir í hverju einstöku máli, til þess að tryggja að sönnunarfærsla takist.

Hvort sem ákvörðun verður tekin um að ákæra í kærðu máli, þá er nauðsynlegt að afla umferðargagnanna strax, þar sem fjarskiptafyrirtækjum ber skylda til að afmá persónugreinanlegar upplýsingar í umferðagögnum 6 mánuðum eftir að þau verða til[1].

 

[1] Með þeirri undantekningu að mögulega þarf að geyma gögnin lengur vegna reikningagerðar (geyma verður gögnin á meðan unnt er að véfengja reikning).


mbl.is Ekki hægt að sanna hver skrifaði á spjallvef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband