Sem honum voru sett? Hann skipulagði tímasetningarnar sjálfur

Saksóknara var sjálfum falið að skipuleggja tímasetningar fyrir skýrslutökur. Hans áætlun hafði brugðist strax á fyrsta vitnisburði - um heilan dag. Finnst það eiginlega ekki skrítið að dómari stöðvi slíkan skrípaleik.

"Spurður um hvers vegna hann hefði ekki haldið sig við tímamörkin sagði Sigurður Tómas að vissulega væru spurningarnar ítarlegar en sakarefnin væru að sama skapi fjölmörg. Ef þau væru hvert í sínu málinu þættu þetta ekki langar skýrslutökur. Hafa bæri og í huga að lengdin réðist einnig af samspili þess sem spyr og þess sem svarar."

Saksóknari hafði fengið það verkefni að skipuleggja tímasetningar skýrslutökunnar. Allt frá upphafi hefur andað mjög köldu á milli hans og Jóns Ásgeirs og ætla mætti að það hefði verið ástæðan fyrir að skýrslutökurnar yfir JÁ áttu að taka tvo og hálfan dag. En ég get ekki séð að ein einasta afsökunarástæða saksóknara haldi, ekki gerði hann raunverulega ráð fyrir því að viðhorf og viðmót JÁ myndi breytast þegar í skýrslutökur væri komið?

Ég skil ekki svona. 


mbl.is Ákvörðunin kom saksóknara í opna skjöldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband