20.2.2007 | 16:38
Útprentaður er tölvupóstur til lítils gagns - en honum fylgja rafrænar sendingarupplýsingar
Það er rétt að lítið mál er að búa til skjal sem lítur út eins og tölvupóstur.
Það er líka hægt að senda tölvupóst úr einni tölvu og segja það koma annars staðar frá.
Það sem er hins vegar erfiðara að falsa þær sendingarupplýsingar sem tölvupóstinum fylgja þegar hann fer frá einni tölvu til annarrar.
Segðu mér að lögreglan hafi haft vit á að geyma þær upplýsingar þegar tölvan var yfirfarin. Því þær upplýsingar eru eina leiðin sem fær er til þess að staðreyna upprunastað tölvupósts. Að mínu viti ætti það að vera nauðsynlegur hluti sönnunarfærslu sem byggir á tölvupósti.
Já það er hægt að falsa þessar upplýsingar, en þá erum við að tala um tækniþekkingu sem er langt fyrir ofan venjulega einstaklinga í venjulegum (eða óvenjulegum) tölvupóstsendingum.
Sýndi falsað tölvubréf í réttarsalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2007 | 09:53
Sem honum voru sett? Hann skipulagði tímasetningarnar sjálfur
Saksóknara var sjálfum falið að skipuleggja tímasetningar fyrir skýrslutökur. Hans áætlun hafði brugðist strax á fyrsta vitnisburði - um heilan dag. Finnst það eiginlega ekki skrítið að dómari stöðvi slíkan skrípaleik.
"Spurður um hvers vegna hann hefði ekki haldið sig við tímamörkin sagði Sigurður Tómas að vissulega væru spurningarnar ítarlegar en sakarefnin væru að sama skapi fjölmörg. Ef þau væru hvert í sínu málinu þættu þetta ekki langar skýrslutökur. Hafa bæri og í huga að lengdin réðist einnig af samspili þess sem spyr og þess sem svarar."
Saksóknari hafði fengið það verkefni að skipuleggja tímasetningar skýrslutökunnar. Allt frá upphafi hefur andað mjög köldu á milli hans og Jóns Ásgeirs og ætla mætti að það hefði verið ástæðan fyrir að skýrslutökurnar yfir JÁ áttu að taka tvo og hálfan dag. En ég get ekki séð að ein einasta afsökunarástæða saksóknara haldi, ekki gerði hann raunverulega ráð fyrir því að viðhorf og viðmót JÁ myndi breytast þegar í skýrslutökur væri komið?
Ég skil ekki svona.
Ákvörðunin kom saksóknara í opna skjöldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 19:33
Nei, maðurinn bar ekki refsiábyrgð, þó hann væri talinn höfundur
Þetta snýst allt um blessaða ábyrgðarreglu prentlaga en ég skil vel að snúningurinn í málinu sé nægilega flókinn til þess að rugla blaðamenn.
Maðurinn, sem viðurkenndi að hafa pantað og samið auglýsingarnar, var ekki talinn bera refsiábyrgð vegna þess að ábyrgðarregla prentlaga (15. gr. laga 57/1956) tilgreinir skýrt að til þess að höfundur beri refsiábyrgð á efni þurfi hann að vera sérstaklega tilgreindur og með heimilisfesti hér á landi við málshöfðun.
Þar sem eina tilgreiningin í auglýsingunum var vörumerkið, sem er skrásett í eigu dansks fyrirtækis, með heimilisfesti í Danmörku, var ekki hægt að dæma höfundinn, þó hann sé þekktur.
Þetta er það sama og gerðist með -sme um árið, þrátt fyrir að allir viti hver hann er undir þessu auðkenni (-sme) þá var Sigurjón M. Egilsson ekki talinn bera ábyrgð á birtu efni.
Fullur pistill um málið, ásamt hugleiðingum um framhaldið finnst á vefsíðu minni, elfur.is.
Sýknaður af ákæru fyrir áfengisauglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 20:48
Tæpur trúverðugleiki
Ég verð nú að segja að maðurinn sem hefur verið leiðandi í notkun afritunarvarna á vörum sem hann hefur selt, er nú ekki beint sá sem maður trúir til að hafa heilindi á bak við yfirlýsingar sem þessar.
Svo ekki sé minnst á að á fundi á vegum skólans hérna úti í haust, lét fulltrúi Apple í iTunes málinu hér í Noregi hafa eftir sér að ástæða skorts á gagnvirkni (e. interoperability) tónlistar sem keypt er hjá iTunes verslununum, væri fyrst og fremst tæknilegur ómöguleiki - því að allar aðgerðir til að auka gagnvirkni, myndu vera á kostnað einfaldleika græjunnar.
Afsakið ef ég er skeptísk á heilindin.
En hann hefur aldrei klikkað á pé-errinu, það má hann eiga.
Jobs vill afnema afritunarvarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2007 | 14:31
Svei mér þá, ég vildi að það væru kosningar á hverju ári
Ekki vegna þess að mér finnist svona gaman að kjósa, heldur fyrst og fremst vegna þess að loksins að vori kosningaveturs fást í gegn margvísleg sjálfsögð réttindi sem ekki hefur verið unnt að gera á öðrum tímum.
Lausnin: kjósum á hverju ári, því þá fáum við nauðsynlegar breytingar á hverju vorþingi.
Fyrri fæðingarorlofsgreiðslur ekki lengur lagðar til grundvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 09:04
Breyta lögunum eða efla eftirlitsaðilana?
Ég held að engin ástæða sé til þess að breyta lögunum, einstaka úrskurðir stofnananna hafa sýnt að lögin halda.
Vandamálið virðist miklu frekar vera hálflamaðar eftirlitsstofnanir, sem eru svo illa mannaðar að mörg ár tekur að leysa einföldustu mál sem stofnununum berast.
Svo ekki sé talað um pólitíkina sem virðist standa sumum eftirlitsaðilunum fyrir dyrum.
Að hóta að styrkja lögin gerir ekkert til að leysa vandann, því miður.
Samkeppnislög hert ef virðisaukaskattslækkun skilar sér ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2007 | 22:04
Lögunum breytt síðan
Ég hef ekki hug á að breyta af fyrri stefnu minni að blogga ekki hér á blog.is en stundum sé ég mig kannski tilneydda til að bæta við frétt blaðsins með notkun "blogga frétt" merkingarmöguleikans.
Verandi meistaranemi í upplýsingatæknilögum vakti fréttin áhuga hjá mér og leiddi til þess að ég gúgglaði efnið, til þess eins að komast að því að brotið var framið 1994 og lögunum hefur verið breytt síðan.
Sjá nánar, t.d., frétt International Herald tribune.
En hugmyndin er athygliverð engu að síður, að niðurhalið sem slíkt sé ekki lögbrot heldur einungis dreifingin.
Yfirréttur á Ítalíu: Ekki glæpur að hala niður tölvuskrám sé það ekki gert í hagnaðarskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2006 | 15:04
Ég á varanlegra heimili annars staðar
Ég á varanlegra heimili annars staðar, en þar sem þetta kerfi gerir mér ekki kleift að skrá athugasemdir án þess að eiga blogg, nema með töluverðri fyrirhöfn, þá stofnaði ég þetta blogg.
Það er ekki við því að búast að hér verði neitt að sjá, að minnsta kosti ekki af neinu ráði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)