Nei, maðurinn bar ekki refsiábyrgð, þó hann væri talinn höfundur

Þetta snýst allt um blessaða ábyrgðarreglu prentlaga en ég skil vel að snúningurinn í málinu sé nægilega flókinn til þess að rugla blaðamenn.

Maðurinn, sem viðurkenndi að hafa pantað og samið auglýsingarnar, var ekki talinn bera refsiábyrgð vegna þess að ábyrgðarregla prentlaga (15. gr. laga 57/1956) tilgreinir skýrt að til þess að höfundur beri refsiábyrgð á efni þurfi hann að vera sérstaklega tilgreindur og með heimilisfesti hér á landi við málshöfðun.

Þar sem eina tilgreiningin í auglýsingunum var vörumerkið, sem er skrásett í eigu dansks fyrirtækis, með heimilisfesti í Danmörku, var ekki hægt að dæma höfundinn, þó hann sé þekktur.

Þetta er það sama og gerðist með -sme um árið, þrátt fyrir að allir viti hver hann er undir þessu auðkenni (-sme) þá var Sigurjón M. Egilsson ekki talinn bera ábyrgð á birtu efni.

Fullur pistill um málið, ásamt hugleiðingum um framhaldið finnst á vefsíðu minni, elfur.is


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband