Tilgangslaust án breytinga á leiðarkerfi

Hugmyndin er góð, því verður ekki neitað, en ég sé ekki að með 20-30 mínútna millibili í leiðarkerfi breyti verðmiðinn nokkru. Þjónustan verður einungis grundvölluð á góðu, öflugu og tíðu leiðarkerfi vagnanna. Allar tilraunir með gjaldfrjálsan strætó eru dæmdar til að mistakast án leiðarkerfisbreytinga.

En kannski er það einmitt ætlunin, að sýna fram á það með tilraunatímabili að aukning farþega sé ekki svo mikil með gjaldfrjálsum strætó. Ég vona að svo sé ekki. 

Hér í Osló þarf ég sjaldnast að líta á tímaáætlun vagnanna, því þeir keyra flestir á 6-10 mínútna fresti frá morgni til kvölds alla virka daga. Ég fer bara út á stoppistöð þegar ég er tilbúin og næsti vagn er aldrei meira en í 10 mínútna fjarlægð. Það sama gildir þegar ég þarf að skipta um vagn til að komast á leiðarenda.

Settu upp skipulag þar sem allar ferðir skerast þannig að aldrei þurfi að bíða lengur en 10 mínútur á stoppistöð (helst minna í hríðarbyljunum) og sannaðu til, notendurnir eru fyllilega reiðubúnir til þess að greiða fyrir slíkt kerfi.

 


mbl.is Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott að sjá þú ert byrjuð aftur að blogga. Er alveg sammála þessu með ferðirnar, en það má alveg vera ókeypis þangað til fólk er farið að venja sig á að fara með strætó. Annars ætlaði ég inn á hitt bloggið þitt til að senda Ragnheiði Lóu afmæliskveðjur og hamingjuóskir en tókst ekki að logga mig inn. Kærar kveðjur.

María Kristjánsdóttir, 15.6.2007 kl. 01:03

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég hef svosum ekkert á móti því að ferðirnar verði ókeypis, en mér finnst byrjað á öfugum enda, því fólk venur sig ekkert á strætó ef hann gengur á óhagkvæmum tíma. Ef strætósamgöngur eiga að vera raunverulegt val á Íslandi eins og í flestum öðrum Evrópulöndum, þá þarf að fjölga ferðunum og jafnvel líka minnka áhrif bílsins við skipulagsvinnu.

Ragnheiður Lóa þakkar kveðjurnar :) Frekari frétta annars að vænta eftir kl. 18 í kvöld.

Varðandi vefinn minn, þá þarf ekki innskráningu til þess að skilja eftir athugasemdir. Það nægir að opna þá færslu sem gera á athugasemdir við, og skrá textann í reitina fyrir neðan færsluna. 

Elfur Logadóttir, 15.6.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl Elfur mín.

Þakka þér fyrir að eiga eina elskulegustu og frábærustu móður sem þekkist. Mér sýnist á öllu að þér kippi í kynið! Hjartans kveðjur.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 25.6.2007 kl. 10:51

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Sæl Ragnheiður,

myndi taka heiðurinn ef ég hefði bara eitthvað haft með það að gera - sem var náttúrulega ekki - en hún á örugglega töluvert í því að ég er eins og ég er :)

Elfur Logadóttir, 26.6.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband