30.1.2009 | 17:01
Málefnalegur Björn, að vanda
Ég þreytist aldrei á að lesa Björn Bjarnason og þá stórfurðulegu röksemdarfærslu sem honum tekst sífellt að setja fram. En ef hann heldur að athygli af þessu tagi sé jákvæð, eða vegna þess að ég sé sammála honum þá er það borin von.
Ég vona bara svo innilega að einn daginn verði maðurinn málefnalegur í röksemdafærslu sinni - það væri nýbreytni.
Stjórnarskrárbreyting ekki brýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 19:03
Viðtalið var tekið fyrir mótmælin!
Nei hættu nú alveg kæra Morgunblað.
Það er ekki hægt að segja í frétt að Jóhanna sé enn þessarar skoðunar eftir mótmælin, byggt á upplýsingum sem koma fram í viðtali sem tekið var fyrir mótmæliln.
Ég hef svo sem ekki hugmynd um hvort hún sé enn þessarar skoðunar eftir mótmælin eins og hún var fyrir ... og það vita allir sem mig þekkja að ég er ekki sömu skoðunar og hún ... en blaðamenn verða samt að fara rétt með staðreyndir, næg er óánægjan með störf embættismanna fyrir.
fussumsvei.
Ekki stjórnarslit í augnablikinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2009 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 20:29
... en hvað með lánveitingar ótengdar starfskjörum?
Athyglivert hvernig alltaf er hægt að greina í texta þegar settar eru fram fullyrðingar til þess að slá ryki í augun á fólki. Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir orðrétt:
Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum.
Þetta orðalag öskrar á spurninguna: Hvað var lánað til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa án beinna tengsla við starfskjör? Og að sama skapi, hafa verið niðurfellingar skulda vegna slíkra lánveitinga?
Hvar eru blaðamenn þessa lands?
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 16:36
Innlánseigendur eru líka lánadrottnar
Hvað sagði Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2008 | 10:00
Viðskiptahugmynd?
Stutt upprifjun: Bannað að gista í flugstöðinni, má greinilega alls ekki koma með nesti með sér.
Það vekur upp hugleiðingar hvort það sé rúm á markaði til þess að reisa "skúr" á lóðarmörkum flugstöðvarinnar þar sem fólki er gert kleift að gista og borða á eigin forsendum en ekki flugstöðvarinnar.
Hugmynd.
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007 | 00:57
Ja hérna og náðasamlegast hér
Ég get nú ekki orða bundist lengur.
Sit við skriftir og á því ekkert að vera að ibbast upp á blogg, en ég stalst krúsina í kvöld og skoðaði færslur ýmissa aðila undanfarna daga, ásamt með athugasemdum við þær. Ég kemst ekki yfir það hvað við búum í skelfilega heiftúðugu þjóðfélagi hérna á Íslandi. Flestar eiga umræðurnar það sammerkt að í stað þess að ræða málefnalega um umræðuefnið sem verður uppspretta fyrstu bloggfærslunnar (sem nota bene eru alls ekki allar málefnalegar) taka við gríðarleg níð, málefnið er nítt, persónan er nídd og jafnvel heilu flokkarnir eða fylkingarnar fordæmdar fyrir að vera "vondar" - allt til að þurfa ekki að mætast með rökum. Tökum nokkur dæmi:
Ég las færslur um lokun á vefsíðum sem sumir vilja meina að brjóti gegn íslenskum lögum. Hraunað var yfir alla aðila þess máls, ýmist þannig að netverjarnir hraunuðu yfir rétthafana nú eða rétthafarnir (og stuðningsmenn þeirra) yfir netverjana - þar hallar ekkert á og menn veigra ekki fyrir sér að nota orðtök eins og "bólugrafnir unglingar með bremsuför" (eða hvernig sem maðurinn orðaði það nákvæmlega). Hérna voru sem sagt gríðarlega vondir menn að taka á gríðarlegum þjófum sem líkja mátti við morðingja, hvorki meira né minna. Og að sama skapi, frá hinu sjónarhorninu, gríðarlega saklausir einstaklingar að njóta efnis án endurgjalds sem þeir hefðu hvort sem er aldrei keypt, enda milliliðirnir (dreifingaraðilarnir og rétthafasamtökin) gríðarlega gráðugir og hirða allan ágóðann af saklausum frumhöfundunum. Það dugði ekkert minna en stórskotahríð og ég verð að viðurkenna að fáar voru þær færslurnar eða athugasemdirnar sem ræddu málefnalega um lausn (en þær voru þó þarna inn á milli, ein eða þrjár).
Ég las líka færslur um slagsíðu í umræðu og gestavali hjá Agli Helgasyni. Þar tókust á (held ég) feministar og and-femínistar, og fólk og jafnaðarmenn. Fulltrúar feðraveldis og andstæðingar þess. Uppspretta alls hins illa og englar - svona næstum því. Þar var engu minni stórskotahríðin, einstaka persónugerfðir einstaklingar hreinlega taldir bera ábyrgð á því að banna ætti feminisma yfirhöfuð (eða var það ekki þannig?). Enda engin ástæða til þess að ræða jafnrétti á neinum þeim nótum sem þau hafa beitt. Þessum skæruliðum átti að eyða líktog hinum sem berjast á grundvelli trúarbragða - eða því sem næst. Enn hallaði ekki mikið á, í nafni feminisma og kröfu um jafnan rétt var orðunum beitt og í nafni nauðfengins and-feminisma (vegna ofsa og öfga feministanna) var enn fleiri orðum beitt. Mín eina hugsun við þennan lestur var "er einhver hissa á að konur hiki við að tjá sig?" Þær eru nefnilega vafalaust margar sem skortir sjálfstraustið og/eða hugrekkið til þess að standa í viðlíka orrarhríð og þær sem barist hafa fyrir bleiku gera.
Sem leiðir hugann að færslunum um ungbarnafötin. Með henni tókst (karl)mönnum hreinlega að finna skotspón á heilan stjórnmálaflokk - eða að minnsta kosti fyrirgerði konan sem hóf umræðuna sér allan rétt á tjáningarfrelsi með henni.
Og þær voru fleiri ... og þær fjölluðu um fleira og fjölbreyttara svið mannlífsins. Ég gæti nefnt OR/REI en það væri líklegast að æra óstöðugan enda flest málefnalegt horfið úr þeirri umræðu - svona á flestum vígstöðvum. Svo ég tali nú ekki um fjaðrafokið í kringum tímasetningar á bloggfærslum eins af ráðherrunum okkar. Maðurinn blammerar það er vitað, maðurinn sefur greinilega ekki mikið (eða fer a.m.k. seint að sofa) það er líka vitað. Hvers vegna í ósköpunum þarf að væna hann um alkóhólisma eða annað óráð fyrir það eitt að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn á öðrum tíma en sæmir rétttrúuðum? Ekki það, það er verst fyrir hann ef ástæðan er eitthvað í líkingu við gróuna. Svo ekki sé minnst á blessaðan útlendinginn sem vogaði sér að gerast íslenskur og komast á þing, mann sem hafði í ofanálag vogað sér að beita gagnrýnni hugsun með (að því er virðist) andíslenskum hætti (eða var það andbarnískur, væri það orð?). Fyndnust var nú samt litla og þrönga orrahríðin sem geisaði milli Stefáns og Jens í hálfan annan sólarhring, held ég, þar sem varla var raunverulega málefnalegt strá að finna - útúrsnúningar og teknókratískar rökræður par exelans.
En af hverju er ég að minnast á þetta allt saman? Fyrst og fremst stuðaði þetta mig. Við búum í lýðræðisríki og við heimtum tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, félagafrelsi, atvinnufrelsi og allt hitt frelsið sem við höfum fengið skráð í mannréttindakafla stjórnarskrár okkar. Við ætlumst til þess að eftir málflutningi okkar sé tekið, við viljum reyna að hafa með honum áhrif og vonumst til þess að þau verði góð. En það fyrsta sem okkur virðist vera tamt, þegar maðurinn á móti lætur í ljós skoðun sem okkur líkar ekki, eða fer gegn okkar stjórnmálaskoðun, lífstrú eða hverju öðru. Það fyrsta sem við gerum er að hrauna - dæla fúkyrðum og ónotum og öðrum ómerkilegheitum í manneskjuna, í málefnið, í hreyfinguna, nú eða í allt þrennt á sama tíma. Við alhæfum og við gerum öðrum upp skoðanir. Við níðum og lemjum og tröðkum og spörkum. ... Eini munurinn á okkur og "almennum ofbeldismönnum" er að við beitum orðum, þeir beita hnefum.
Ætli einhverjum hafi dottið í hug að orð hafa líka áhrif?
Ég held það nefnilega. Mér verður hugsað til þöggunarþjóðfélags fortíðarinnar og minnist þess að aðrir hafa á undan mér nefnt þöggunarþjóðfélag nútíðarinnar. Mér verður hugsað til þess að það hafi gleymst að kenna Íslendingum verðmæti og gildi gagnrýnnar hugsunar í allri orðræðu. Mér verður líka hugsað til þess hversu gríðarlega landlægt eineltið er á Íslandi og ríkt í okkur Íslendingum. Netið er fullt af bullum sem enginn virðist eiga tök á að stöðva vegna þess að þær hafa líka tjáningafrelsi - þó þær virði ekki tjáningarfrelsi okkar hinna að sama skapi.
Ég veit ekki með þig en ég mun ekki leggjast niður á þeirra plan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2007 | 16:45
Ætli ég flokkist undir
Mikið óskaplega finnst mér þetta dapurlegt orðalag annars ágæts verjanda:
það er ekki hægt að dæma fyrir tilraun til að sofa hjá 13 ára stúlku þegar þú ert búinn að tala við þrítuga kerlingu og svo þarf nú kannski að sýna fram á einhverja kynferðislega tilburði,
Nú er ég komin yfir þrítugt, þýðir það að ég flokkist undir "þrítuga kerlingu"? Eða þarf konan að hafa eitthvað annað til að bera til að verðskulda þessa lýsingu?
Mbl. leyfir eðlilega ekki blogg við fréttina, þar sem margir hafa örugglega löngun til þess að hvæsa yfir niðurstöðunni, en orðfar verjandans er ekki hafið yfir athugasemdir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.11.2007 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 11:40
Má núna hlusta á Grím Björnsson?
Þegar ég las þessa frétt í morgun rifjaðist upp fyrir mér að Grímur Björnsson jarðfræðingur minntist á skjálftavirkni í hinni frægu greinargerð sinni sem flaug of lágt of lengi. Rifjum upp hvað Grímur sagði:
Strax um vorið 2001 sýndist mér að lítið færi fyrir jarðtæknilegum athugunum á þeim áhrifum sem verða af jafn þungu fargi og lónið sjálft er.
[...]
Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman og afhent Orkumálastjóra til kynningar og aðgerða.
[...]
Flotjafnvægi og landsig
Eitt af helstu einkennunum í íslenskri landmótun er landsig/ris sem stafar af breytilegu jökulfargi. Fjaðrandi hluti jarðskorpunnar sígur þannig niður í mjukan mötulinn ef á er þrýst, og hækkar á ný þegar farginu sleppir. Ekki er minnst einu orði á flotjafnvægi í matsskýrslu Kárahnjúkavirkjunar. Nú er stærð Hálslóns a.m.k. sambærileg við þykkt fjaðrandi jarðskorpunnar undir lóninu. Því segir þumalfingursregla um flotjafnvægi lands að lónið mun valda verulegu landsigi næst sér (telst líklega í metrum) en smávægilegri landhækkun fjær. Jafnframt veldur það massatilfærslum í hlutbráðarlaginu, undir stinnu skorpunni. Matsskýrslan lætur hvorki uppi skorpuþykkt, dýpi á hlutbráð né seigju hennar. Ómögulegt er að átta sig á áhrifum lónfargsins ef þessar stærðir eru ekki tilgreindar.[...]
Áhrif á eldvirkni
Hin árlega 60-75 m sveifla í vatnsborði Hálslóns léttir tæplega áraun á bergið við Kárahnjúkastíflu. Fargsveiflan getur jafnframt strokkað til kvikuna í hlutbráðnu lagi eystra gosbeltisins, sé fjaðrandi hluti jarðskorpunnar þunnur, og þess vegna gert einhverri megineldstöðinni bumbult. Slík fargtengd ógleði er t.d. árviss í Mýrdalsjökli á haustin og alþekkt er að Grímsvötn gjósa oft í kjölfar stórra jökulhlaupa, en þau hlaup eru í þunga sambærileg við massa Hálslóns. Í versta falli má giska á að eldstöðin í Snæfelli vakni til lífsins við þetta hoss og skjóti þar með kvikuinnskotum til norðurs, þvert á fyrirhugaða jarðgangaleið. Og stífli göngin. Eða þá að eldstöðvakerfið sem skóp Kárahnúka lifni við í sprungugosi. Undirritaður fellst því alls ekki á þá niðurstöðu matsskýrslunnar að lónið hafi engin áhrif á eldvirkni, þvert á móti teljast líkurnar talsverðar á að eldvirkni vaxi við lónið. Má í þessu samhengi minna á að Hekla hefur aldrei verið sprækari á sögulegum tíma en um og eftir árið 1970, einmitt þegar Þórisvatnsmiðlun tekur til starfa. (leturbr. mín)
Þá er þegar orðið ljóst að hann sá fyrir kvikuhreyfingar og eldvirkni auk þess sem áður hefur verið greint frá því að hann sá réttilega fyrir vanmat á leka grunnvatns í aðrennslisgöngin. (Man einhver eftir fréttinni um það að hönnuðir Kárahnjúkastíflu söfnuðu grunnvatni sem lekið hafði í göngin og prufuðu rennsli þeirra með því - þrátt fyrir að umhverfisráðherra hafi gert kröfur um að leki yrði þéttur jafnóðum).
Er nema von að maður spyrji: Hvenær verður hlustað á sérfræðingana okkar.
Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2007 | 22:47
Bjálki? Flís? Eða hvað er málið?
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja eða hvernig ég á að túlka eftirfarandi ummæli Björns Bjarnasonar:
Það má síðan alltaf reyna að þurrka fyrri ummæli út og þykjast eins og þau hafi aldrei verið látin falla.
Í ljósi þessara ummæla á Orðinu á götunni:
Ég lýsi enn undrun minni á því að Helga Seljan sé falið að fjalla um fréttir vikunnar. Svona endaði færslan í dagbók Björns Bjarnsonar á netinu á föstudagskvöldið.
Núna er hins vegar búið að taka þessa setningu út.
Björn er einmitt mjög iðinn við að breyta færslum eftir að hann birtir þær fyrst og gildir það jafnt um að taka út línur og setja þær inn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 17:52
Og meira til maka manna sem stýrðu ríkinu
Merkilegt að enginn skuli taka það upp að stjórnarformaður eins þeirra fyrirtækja sem stóran hlut á í sameinuðu REI/GGE er maki fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Mér dettur ekki í hug að réttlæta að þeir framsóknarmenn sem kenndir hafa verið við vafasama afhendingu fjármuna íslenska ríkisins séu inni í þessum hóp - enda ekki mitt að réttlæta það - en mér finnst hálf hjákátlegt að hlusta á sjálfstæðismenn, af öllum mönnum, kvarta undan því að undir þeirra stjórn hafi framsóknarmenn fengið milljarða þegar ljóst er að sjálfstæðismenn virðast fá fleiri milljarða.
50% af 2,23% eignahlut er 1,115% [1]
18,02% af 27,02% eignahlut er 4,869% [2]
[1] Landvar og Þeta eiga 50% hlut í VGK-Invest sem á 2,23% eignahlut í hinu sameinaða félagi mv. þær upplýsingar sem birtar voru í 24 stundum í morgun. Framreiknað þýðir það að Landvar og Þeta eiga 1,115% í hinu sameinaða félagi.
[2] Gnúpur á 18,02% eignahlut í FL Group sem á 27,02% eignahlut í hinu sameinaða félagi mv. þær upplýsingar sem birtar voru í 24 stundum í morgun. Framreiknað þýðir það að Gnúpur á 4,869% í hinu sameinaða félagi eða rúmlega fjórum sinnum meira en Landvar og Þeta til samans. Stjórnarformaður Gnúps er Kristinn Björnsson fv. forstjóri Skeljungs og eiginmaður fv. dómsmálaráðherra Sólveigar Pétursdóttur.
Sjá mynd af korti sem 24 stundir birtu í morgun:
http://eyjan.is/files/2007/10/reikort.png
Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |