Að ÞÆR fái þriðja sætið örugglega!

Það vantar ekki jafnaðarhugsjónina. Ef hann getur ekki verið öruggur um sitt þriðja sæti, greinilega á eftir tveimur öðrum karlmönnum, þá tekur hann ekki þátt. Eða er það ekki það sem maðurinn er að segja? Hann virðist gefa sér að tvö fyrstu sætin séu frátekin fyrir karlmenn og að ÞÆR konurnar fái örugglega þriðja sætið á grundvelli "aldrei fleiri en tveir af sama kyni í röð" reglunnar, og jafnvel fjórða sætið líka.

Þá er ekkert eftir nema fimmta sætið fyrir hann, og það er ekki eftirsóknarvert.

... en hefði konan þurft að sætta sig við fimmta sætið af því hún komst ekki ofar í prófkjörinu - tja, það er jafnrétti, er það ekki?


mbl.is Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það sem hann virðist vera að segja, er að hann myndi glaður vilja "keppa" um sætið við konurnar á jöfnum forsendum. Þ.e.a.s. að kjósendur í prófkjörinu myndu kjósa um þriðja sætið, og sá einstaklingur, óháð kyni, myndi fá sætið eftir atkvæðafjölda.

Varðandi síðustu línuna hjá þér "en hefði konan þurft að sætta sig við fimmta sætið af því að hún komst ekki ofar í prófkjörinu".
Í prófkjöri eru einstaklingar af báðum kynjum, sem sækjast eftir mismunandi sætum. Þessir einstaklingar hafa mis-mikið fram að bjóða. Sumum líst manni vel á og aðra ekki.

T.d. fyrir síðustu kosningar var kona sem var í 1. sæti á lista xd í SV kjördæmi, og það þurfti ekki kynjakvóta eða einhverjar sér reglur varðandi kynin til að fá þetta sæti.

Þannig að til að svara spurningu þinni, já, það er jafnrétti ef að einstaklingur lendir ekki í því sæti sem viðkomandi sóttist eftir, vegna þess að þessi einstaklingur var ekki með nægan stuðning annarra aðila innan flokksins. Kemur málinu ekkert við hvort þetta sé kona eða karl.

Jónatan (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:32

2 identicon

Það er ENGIN kona á þingi fyrir Samfylkinguna úr landsbyggðarkjördæmununum þremur. Engin.

Tveir karlar eru fyrir á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi og auðvitað hafa þeir forskot á aðra, hvað varðar tengslanet, aðstöðu, fjármagn og fleira. Þriðji karlinn, sem þekktur er úr fjölmiðlum, hafði boðað framboð sitt í annað sætið og sagan segir að hann hafi gert kosningabandalag við einn af þeim körlum sem fyrir voru.

Hvernig á einhver kona utan úr bæ að keppa við þetta? Sérstaklega þegar þessir sömu karlar stjórna kjördæmisráðinu og fá samþykktar prófkjörsreglur sem henta þeim og smalamennsku þeirra. Hversu margir aðrir en sitjandi þingmenn og ráðherrar geta háð kosningabaráttu í vinnunni? Hvar er krafan um endurnýjun nú, Jónatan?

Adda (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:49

3 identicon

Eitt enn. Þessi kona sem var í efsta sæti hjá XD í suðvesturkjördæmi síðast, verður það alveg örugglega ekki aftur. Hún á ekki möguleika í formannskjöri, heldur verður hún að sætta sig við varamennskuna enn og aftur. Lengra komast konur ekki í hennar flokki.

Forystusæti D í kjördæminu og formannssætið er núna frátekið fyrir erfðaprins, sem lítið sem ekkert hefur afrekað í stjórnmálum. Hann er tekinn fram yfir ráðherra og varaformann með reynslu af forystustörfum.

 Var einhver að tala um jafnrétti eða keppni á jöfnum forsendum? Sá hinn sami er þá ansi barnalegur.

Adda (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:53

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Adda, þessi staða hrópar á að einhver kona bjóði sig fram í fyrsta sætið - þó ekki væri nema til þess að ögra þeirri stöðu sem virðist vera komin upp að mennirnir þykjast öruggir með efstu sætin og vilja sitja fast á sínu.

Elfur Logadóttir, 16.2.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband