Hvað eru pólitískar hreinsanir?

Við lestur þessarar fréttar og sumra athugasemdanna sem við hana eru festar, vaknaði upp hjá mér þessi spurning: "Hvað eru pólitískar hreinsanir?"

Ég er ekki viss um að ég hafi svar en mér sýnist að hægt sé að skilgreina pólitískar hreinsanir með fleiri en einum hætti.

Eru það ekki pólitískar hreinsanir þegar hlutlaus embætti mönnuð með pólitískum hvötum eru hreinsuð af slíkri mönnun? Ég held að öllum sé það ljóst, jafnvel hörðustu Sjálfstæðismönnum í heimastjórnararmi, að enginn seðlabankastjóranna þriggja hafi verið faglega valinn. Þeir voru allri skipaðir til starfa sinna á grundvelli pólitískrar helmingaskiptareglu og þá skiptir engu máli hversu hæfir þeir reynast til starfans eftir að þangað er komið. Baldur Guðlaugsson var heldur ekki faglega valinn sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma. Hann var innsti koppur í heimastjórnararmi Flokksins og einn af Eimreiðarhópnum svo kallaða sem samanstóð m.a. af Davíð Oddssyni, Þorsteini Pálssyni, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Geir H. Haarde, Baldri Guðlaugssyni, Brynjólfi Bjarnasyni, Kjartani Gunnarssyni, Magnúsi Gunnarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni.

Ráðstöfun embætta og ríkisforstjóra til Eimreiðarhópsins er síðan að sjálfsögðu efni í heilan pistil en ég sé ekki betur en að þeir séu nú eða hafi verið seðlabankastjórar, ritstjórar útbreiddasta dagblaðsins, háskólaprófessorar, fyrrverandi forsætis- og/eða fjármálaráðherrar, ráðuneytisstjórar, forstjórar ríkisfyrirtækja og Hæstaréttardómarar og eru þá ótaldar allar nefndirnar sem mennirnir hafa verið skipaðir í á vegum ríkisins.

Ég held að það efist enginn um hlutleysi þessara manna - þvert á móti, það er öllum ljóst að hlutleysið er lítið eða ekkert og ráðning þeirra og skipan í þau embætti sem áður eru talin, til þess gerð að koma fyrir réttum mönnum á réttum stöðum til þess að hafa áhrif á ferla og ákvarðanir.

Ef það kallast pólitískar hreinsanir að hreinsa pólitískar skipanir úr embættum - er það þá eitthvað slæm aðgerð?

Ég er ekki viss.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða tegund af hreinsun er það, þegar hæfur lögreglustjóri á Suðurnesjunum er rekinn.

Björn.B hefur mikið rætt um pólitískar hreinsanir, en hann stóð þó fyrir þessum gjörning.

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hilmar, ég get ekki svarað því. Það gæti af mörgum verið talin ófagleg hreinsun eða jafnvel persónuleg hreinsun, ef eitthvað er að marka upplýsingar um að Jóhanni og yfirmanni hans hafi greint á um flesta hluti. Ég er hins vegar ekki dómbær á það því ég hafði ekki tíma til þess að kynna mér það mál nægilega vel á sínum tíma.

Elfur Logadóttir, 6.2.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Jóhann, fv. lögreglustjóri á Suðurnesjum, var rekinn vegna þess að hann sagði ekki já og amen við öllu því sem fv. dómsmálaráðherra fór fam á og hann var ósmeykur við að gagnrýna breytingar sem gerðar voru á embættinu suðurfrá. Bj. Bjarnason hefur verið duglegur við að skipa sérstaka vini sína í feit og góð embætti við afar misgóðar undirtektir.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.2.2009 kl. 19:22

4 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Ég er sámmála þér með þessar embættis skipanir Elfur, en það er einmitt sá hluti flokksins sem ég hef kosið síðari ár sem pirrar mig hvað mest. Það er í fínu lagi mínvegna að taka til í frændgarðinum en upphrópin og skítkastið til sjálfstæðismanna er í heild sinni er farið að fara út fyrir allann þjófabálk.
Ég hef maroft sagt það undanfarið að þeir sem kjósa XD séu ekki allir eins og fólk kýs þann flokk af misjöfnum ástæðum og ég leyfi mér að stórefast um að margir velji þá vegna "frændasemi", amk geri ég það ekki.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 7.2.2009 kl. 10:25

5 Smámynd: Hlédís

Eggert! Fjöldi minna bestu vina eru D-lista kjósendur. Enginn þeirra er gagnrýndur fyrir annað en að láta/hafa látið Einræðis-klíku FLOKKSINS glepja sig. Þeir vina minna úr röðum D-listakjósenda er sjá þetta nú, eru mun reiðari DO og kó en þeir sem höfðu séð spillinguna miklu lengur.

Hlédís, 7.2.2009 kl. 11:38

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Eggert, ég er alveg sammála þér, skítkastið á að skilja eftir heima. Ég er hins vegar ekki sammála því að það sé einhliða frá Samfylkingu til Sjálfstæðisflokks, ég tel þvert á móti að fýlan sem lekur af íhaldinu í stjórnarandstöðu beri með sér mikið skítkast.

Auðvitað velur enginn frændsemi og það er ekki eins og Flokkurinn hafi haft það á stefnuskrá sinni að frændsemin verði tryggð - en hún hefur verið það engu að síður. Klíkur eru myndaðar og þær stjórna miklu, ef þú ert utan ríkjandi klíku þá er ólíklegt að þú komist til mikilla áhrifa.

Elfur Logadóttir, 7.2.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Jökull Arngeir Guðmundsson

Smá innlegg í umræðuna um klíkur og frændsemi:

Stefnir þú í stöðu góða

við stigans efri valdagátt,

fleygja máttu fyrir róða

flestu sem þú ert og átt.

Því yfirstéttin yfirleitt

í efstu beðin plantar

og hvað þú ert fær engu breytt

ef ættartengslin vantar.

Og vísast er að vonarblik

þitt verði öllu minna

finnist ekkert föndur prik

fóta á milli þinna. 

Jökull Arngeir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 23:37

8 Smámynd: Hlédís

Vel ort, Jökull! - Hittir í mark.

Hlédís, 8.2.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband