Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að ÞÆR fái þriðja sætið örugglega!

Það vantar ekki jafnaðarhugsjónina. Ef hann getur ekki verið öruggur um sitt þriðja sæti, greinilega á eftir tveimur öðrum karlmönnum, þá tekur hann ekki þátt. Eða er það ekki það sem maðurinn er að segja? Hann virðist gefa sér að tvö fyrstu sætin séu frátekin fyrir karlmenn og að ÞÆR konurnar fái örugglega þriðja sætið á grundvelli "aldrei fleiri en tveir af sama kyni í röð" reglunnar, og jafnvel fjórða sætið líka.

Þá er ekkert eftir nema fimmta sætið fyrir hann, og það er ekki eftirsóknarvert.

... en hefði konan þurft að sætta sig við fimmta sætið af því hún komst ekki ofar í prófkjörinu - tja, það er jafnrétti, er það ekki?


mbl.is Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk!

Ég ætla að vera alveg hreinskilin hér:

Jón Baldvin, þinn tími er farinn.

Ef einhverra hluta vegna Ingibjörg Sólrún getur ekki eða vill ekki vera áfram formaður Samfylkingarinnar, þá er það fólk framtíðarinnar en ekki fortíðarinnar sem mun taka við keflinu.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Friðfinnsson?

"Vitað er að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og helsti tengiliður við prógramm Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur verið þvingaður út úr ráðuneytinu með áður fordæmalausum hætti, að því er segir í bréfi Davíðs."

Man einhver eftir máli Björns Friðfinnsonar fv. ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu? 

Bolli er í leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra til 30. apríl 2009, það er ekki fyrr en eftir þann tíma sem menn gætu mögulega farið að ræða fordæmalausa hætti, þó svo mál Björns Friðfinnssonar sýna svo um munar að hefði Bolli verið látinn fara, þá væri það ekki fordæmalaust.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru pólitískar hreinsanir?

Við lestur þessarar fréttar og sumra athugasemdanna sem við hana eru festar, vaknaði upp hjá mér þessi spurning: "Hvað eru pólitískar hreinsanir?"

Ég er ekki viss um að ég hafi svar en mér sýnist að hægt sé að skilgreina pólitískar hreinsanir með fleiri en einum hætti.

Eru það ekki pólitískar hreinsanir þegar hlutlaus embætti mönnuð með pólitískum hvötum eru hreinsuð af slíkri mönnun? Ég held að öllum sé það ljóst, jafnvel hörðustu Sjálfstæðismönnum í heimastjórnararmi, að enginn seðlabankastjóranna þriggja hafi verið faglega valinn. Þeir voru allri skipaðir til starfa sinna á grundvelli pólitískrar helmingaskiptareglu og þá skiptir engu máli hversu hæfir þeir reynast til starfans eftir að þangað er komið. Baldur Guðlaugsson var heldur ekki faglega valinn sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma. Hann var innsti koppur í heimastjórnararmi Flokksins og einn af Eimreiðarhópnum svo kallaða sem samanstóð m.a. af Davíð Oddssyni, Þorsteini Pálssyni, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Geir H. Haarde, Baldri Guðlaugssyni, Brynjólfi Bjarnasyni, Kjartani Gunnarssyni, Magnúsi Gunnarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni.

Ráðstöfun embætta og ríkisforstjóra til Eimreiðarhópsins er síðan að sjálfsögðu efni í heilan pistil en ég sé ekki betur en að þeir séu nú eða hafi verið seðlabankastjórar, ritstjórar útbreiddasta dagblaðsins, háskólaprófessorar, fyrrverandi forsætis- og/eða fjármálaráðherrar, ráðuneytisstjórar, forstjórar ríkisfyrirtækja og Hæstaréttardómarar og eru þá ótaldar allar nefndirnar sem mennirnir hafa verið skipaðir í á vegum ríkisins.

Ég held að það efist enginn um hlutleysi þessara manna - þvert á móti, það er öllum ljóst að hlutleysið er lítið eða ekkert og ráðning þeirra og skipan í þau embætti sem áður eru talin, til þess gerð að koma fyrir réttum mönnum á réttum stöðum til þess að hafa áhrif á ferla og ákvarðanir.

Ef það kallast pólitískar hreinsanir að hreinsa pólitískar skipanir úr embættum - er það þá eitthvað slæm aðgerð?

Ég er ekki viss.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin þiggur ekki biðlaunin

Það má skilja á þessari frétt að Björgvin G. taki við 6 mánaða biðlaunum að loknum febrúarlaunum. Þess vegna er rétt að minna á að hann hafði áður afsalað sér rétti sínum til biðlauna.

Það væri óskandi að aðrir gerðu slíkt hið sama en bæru ekki fyrir sig að venjan væri að þiggja það sem að þeim væri rétt.


mbl.is Verða á launum út febrúarmánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir allt í að Framsókn verði höfundur stjórnarsáttmála Sf og VG?

Skil ég manninn rétt, er Sigmundur raunverulega að hreykja sér af því að allt stefni í að Framsóknarflokkurinn sé höfundur stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri grænna?

Er þá ekki alveg útséð með hverjum á að refsa í næstu kosningum ef aðgerðaráætlun væntanlega komandi ríkisstjórnar gengur ekki upp?


mbl.is Samfylking beitti klækjabrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn með eiginleika strútsins

Það var og.

Það eru 13.000 manns skráðir atvinnulausir og spáð er að 18.000 manns verði á atvinnuleysisskrá eftir örfáa mánuði. Brúttóskuldir ríkissjóðs stefna í rúmlega tvö þúsund milljarða króna og skuldir umfram eignir hafa þegar verið nefndar sem fimm hundruð milljarðar. Þjóðarbúið dregst saman um 10% á árinu. Stýrivextir eru 18%, almennir yfirdráttarvextir hæst nálægt 30%. Hvert mannsbarn á Íslandi mun líklegast skulda margar milljónir. Við erum ekki viðurkennd á almennum fjármálamörkuðum og gengi krónunnar á alþjóðlegum mörkuðum, ef hún hefur verið reiknuð, er á bilinu 200-220 kr fyrir evruna. Og þá er ég ekkert búin að nefna um vextina sem við þurfum að bera af öllum lánunum sem hafa verið nefnd.

En maður lifandi, Geir hefur alveg rétt fyrir sér. Ástandið er ekki svo slæmt - bara sirka svona eins og það var árið 2006.


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnalegur Björn, að vanda

Ég þreytist aldrei á að lesa Björn Bjarnason og þá stórfurðulegu röksemdarfærslu sem honum tekst sífellt að setja fram. En ef hann heldur að athygli af þessu tagi sé jákvæð, eða vegna þess að ég sé sammála honum þá er það borin von.

Ég vona bara svo innilega að einn daginn verði maðurinn málefnalegur í röksemdafærslu sinni - það væri nýbreytni.


mbl.is Stjórnarskrárbreyting ekki brýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtalið var tekið fyrir mótmælin!

Nei hættu nú alveg kæra Morgunblað.

Það er ekki hægt að segja í frétt að Jóhanna sé enn þessarar skoðunar eftir mótmælin, byggt á upplýsingum sem koma fram í viðtali sem tekið var fyrir mótmæliln.

Ég hef svo sem ekki hugmynd um hvort hún sé enn þessarar skoðunar eftir mótmælin eins og hún var fyrir ... og það vita allir sem mig þekkja að ég er ekki sömu skoðunar og hún ... en blaðamenn verða samt að fara rétt með staðreyndir, næg er óánægjan með störf embættismanna fyrir.

fussumsvei. 


mbl.is Ekki stjórnarslit í augnablikinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... en hvað með lánveitingar ótengdar starfskjörum?

Athyglivert hvernig alltaf er hægt að greina í texta þegar settar eru fram fullyrðingar til þess að slá ryki í augun á fólki.  Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir orðrétt:

Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum.

Þetta orðalag öskrar á spurninguna: Hvað var lánað til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa án beinna tengsla við starfskjör? Og að sama skapi, hafa verið niðurfellingar skulda vegna slíkra lánveitinga?

Hvar eru blaðamenn þessa lands?   


mbl.is Engar niðurfellingar hjá Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband