Lausnarorðið er rafræn skilríki

Þessir atburðir minna okkur á mikilvægi rafrænna skilríkja í nútímaþjóðfélagi.

Með því að Íbúðalánasjóður og bankarnir setji upp ferla sem krefjast þess að allir umsækjendur undirriti umsóknir sínar með fullgildum rafrænum skilríkjum má koma í veg fyrir svindl af þessu tagi.

Fyrirtækjaskrá hefði kæft þetta mál í fæðingu, ef notkun fullgildra rafrænna skilríkja væri liður í þeirra verkferlum.

Með fullgildum rafrænum skilríkjum er átt við skilríki sem uppfylla skilyrði laga um rafrænar undirskriftir. Skilríkjahafar þurfa að mæta í bankaútibú til þess að fá skilríkin afhent þar sem þeir þurfa að leggja fram skilríki gefið út af opinberum aðila (debetkort dugir ekki, einungis vegabréf og ökuskírteini), undirrita skilmála og velja sér öryggisnúmer sem þeir einir þekkja.

Með slík rafræn skilríki í höndunum eru bankar, Íbúðalánasjóður og jafnvel Fyrirtækjaskrá miklu öruggari um að gagnaðilinn í samskiptunum sé sá sem hann segist vera. Þrjótarnir í þessu tilviki hefðu þurft að komast yfir rafræn skilríki konunnar (og meðfylgjandi öryggisnúmer) sem þeir gerðu að lántakanda, ekki bara kennitöluna hennar.


mbl.is Verkferlar endurskoðaðir í kjölfar fjársvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þykir mér nú annsi langt gengið til að góma einhverja aumingja.  Ef starfsmenn vinna vinnuna sína þá ætti þetta að vera hægt án þess að fara að stunda persónu njónir á stórum stíl.

Persónulega vill ég hafa minna af upplýsingum um mig í hönduim stjórnvalda og fyrirtækja.  F

Jón (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ertu nokkuð orðin snar Elfur, fyndist þér ekki bara rétt að setja örmerki í hvern og einn.  Svo væri náttúrulega öruggara setja alla til vonar og vara á ritalin og skrá í flokkinn.

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Magnús, rafræn skilríki eru ótrúlega langt frá líkamlegri örmerkingu. Ef þú vissir eitthvað um mig, þá vissirðu að ég skrifaði aðra af tveimur meistaraprófsritgerðum í lögfræði um örmerkingar, hina um rafræn umferðargögn - sem sagt tvær meistaraprófsritgerðir á sviði persónuverndar.

Jón, notkun rafrænna skilríkja hefur ekkert með persónunjósnir að gera - en allt með það að gera að koma í veg fyrir persónuþjófnað eins og þarna var um að ræða. Þegar þú hefur samband við stjórnvöld og fyrirtæki - og velur að gefa þeim upplýsingar um þig - þá hafa þau val um tvennt, að treysta því að það sért þú sem gefur upp upplýsingar um þig eða að sannreyna að það sért þú sem gefur upp upplýsingar um sjálfan þig (staðfesta með rafrænum hætti að yfirlýsing þín um nafn og kennitölu standast).

Þegar þú ferð og kýst þér nýja fulltrúa á Alþingi þá framvísarðu skilríkjum, ökuskírteini eða vegabréfi. Þetta er gert til þess að þeir sem sitja í kjörstjórn geti fullvissað sig um að nafnið sem þú gefur upp eigi sér tilvísun í opinberum gögnum.

Þegar þú sækir um greiðslumat hjá Íbúðalánasjóði þá hefur Íbúðalánasjóður enga slíka tryggingu vegna þess að umsóknin fer fram yfir netið. Notkun rafrænna skilríkja við það tækifæri gæfi Íbúðalánasjóði (og þér) þá tryggingu að þú einn sækir um lán þér sjálfum til handa.

Notkun á rafrænum skilríkjum breytir í engu þeim upplýsingum sem fara frá þér til opinberra stofnanna eða fyrirtækja, því þú velur alltaf hvaða upplýsingar fara frá þér, en þær breyta því trausti sem gagnaðili þinn í samskiptunum getur lagt á upplýsingagjöf þína. Án þeirra getur verið erfitt fyrir gagnaðilann að fullvissa sig um hver þú ert. Með notkun rafrænna skilríkja staðfestir þú nafn þitt og kennitölu á máta sem gagnaðilinn hefur ákveðið að treysta vegna þeirra ferla sem gilda um afhendingu rafrænu skilríkjanna til þín.

Elfur Logadóttir, 1.8.2009 kl. 17:29

4 identicon

Heyr Heyr. Bankarnir og ríkið eru búin að vinna að undirbúningi á upptöku rafrænna skilríkja í mörg ár og tími kominn á að gera þau að íslenskum veruleika. Það er ekkert sem kemur í stað þeirra í rafrænum viðskiptum. Þetta hefur ekkert með söfnun á persónuupplýsingum að gera heldur snýst þetta eingöngu um gagnkvæmt traust milli aðila.

Sigurður Marísson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband