Skilgreining á hugtakinu kúlulán

Í ljósi þess að hagfræðingurinn stóryrti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar Icesave samninginn "stærsta kúlulán Íslandssögunnar" er við hæfi að skoða skilgreiningar á hugtakinu kúlulán:

"Kúlulán (e. bullet loan) eða eingreiðslulán eru yfirleitt langtímalán þar sem engin afborgun á sér stað fyrr en við lok lánstímans. Vextir eru annað hvort greiddir reglulega, t.d. einu sinni á ári, eða endurlánaðir og bætast þá við höfuðstól lánsins." (Wikipedia, 18.06.09, leturbr. mín)

Margoft hefur frá því verið greint að þegar eignir losna eða lausafjármunir verða greiddir í bú Landsbankans í Bretlandi verði þeim ráðstafað til greiðslu á láninu. Gert er ráð fyrir að slíkum greiðslum verði lokið á fyrstu sjö árum lánstímans, sem er samtals 15 ár. Augljóst er að líkur eru á að greitt verði inn á höfuðstól lánsins á fyrri hluta lánstímans þó ekki sé ljóst hvort lánið verði greitt að fullu á þeim tíma og þess vegna er jafn augljóst að hugtakið kúlulán á ekki við hér.

Mér dettur ekki í hug að verja gerninginn, Icesave samninginn eða þá stöðu sem þjóðin er í, en ég fullyrði þó fullum fetum að formaður Framsóknarflokksins er með ósannan áróður sem er á köflum hættulegur íslensku þjóðinni.

Ég get ekki að því gert en mér dettur í hug orðið lýðskrumari í hvert sinn sem ég heyri nafnið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

 


mbl.is Stærsta kúlulán Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé algjörlega á móti þessum samningi og þessari ríkisstjórn, þá finnst mér það fáránlegt að Sigmundur, sem er hagfræðingur, skuli halda því fram að um eitthvað kúlulán sé að ræða. Hann tók semsagt ekki fjármálakúrsa í hagfræðinni.

En að kalla Sigmund lúðskrumara, þegar þessir mannapar í ríkisstjórninni eru að setja allt á annan endann, er skrítið.

Rúnar (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 22:51

2 identicon

Hagfræðingur????????? Sigmundur??????????? Neiiiiiiiii ... nú gekkstu of langt :)

Björn (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 00:05

3 identicon

Þú passar Bjössa á meðan ég er úti :)

BÖB (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hafa ekki öll lán veð? Hvaða veð hafa verið á erlendum lánum ríkissjóðs hingað til?

Páll Geir Bjarnason, 19.6.2009 kl. 02:32

5 identicon

Við erum trúlega sammála um efnisgæði framsóknarformannsins. Reyndar læt ég mér bullið í þessum pilti mér sem vind um eyru þjóta, því ég á ekki von á að hann né aðrir framsóknar"menn" komist á þing oftar. Þeir flutu inn núna á atkvæðum óánægðra sjálfstæðismanna, en nóg um það. Varðandi þessi umtöluðu IceSave lán, þá las ég með athygli grein Friðriks Guðmundssonar Hansen, verkfræðings í morgun um þessi mál. Hann fullyrðir, að allar eignir Landsbankans og Heritable bankans á Bretlandseyjum hafi þegar verið seldar af breskum yfirvöldum, sem hafi gert það í skjóli kyrrsetningar sinnar á þeim. Það hafi þeir gert til að tryggja að allur hagnaður af þeim rynni til breskrar aðila upp í það tjón, sem ríkisstjórn hennar hátignar telur að íslensk bankastarfsemi hafi valdið breskum þegnum. Það þýðir á mannamáli að upp í IceSave lán Íslands í UK fáist ekkert af þeim "eignum".

Rottweiler (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 08:05

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Björn:  Er hann ekki með rétt ókláraða doktorsgráðu í hagfræði? Átti bara vörnina eftir, ef ég man rétt?

BÖB, ég geri það, góða skemmtun í útlöndum. Mundu að kaupa tyggjó handa mér í fríhöfninni (silfurlitaðan Extra með hvítum stöfum ;)

Viðar: ekki ætla ég að þræta við þig um það, vil bíða eftir frekari lögfræðiálitum áður en ég tjái mig.

Rottweiler: Ég hef enga ástæðu til þess að trúa þeim orðrómi sem þú setur fram. Frysting er ekki sama og ráðstöfunarheimild. Annars gildir ekki það sama um Heritable og Landsbankann sjálfan, þar sem annað er dótturfélag en hitt útibú. Heritable hefur væntanlega verið tekinn undir breska skilanefnd eða eitthvað slíkt og það getur vel verið að eitthvað af eignum þess dótturfélags hafi verið ráðstafað.

Elfur Logadóttir, 19.6.2009 kl. 10:48

7 identicon

Og er það einhver ávísun á hæfni að hafa doktorsgráðu í hagfræði?

Finnst annað hafa komið í ljós undanfarinn ár.

itg (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:15

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það er ekki það sem ég var að segja, itg, ég geri hins vegar tilteknar kröfur til einstaklinga með hagfræðimenntun sem mér finnst hann ekki alltaf uppfylla.

Elfur Logadóttir, 19.6.2009 kl. 12:14

9 Smámynd: Liberal

Bara til að leiðrétta misskilning hjá þér, engum fjármunum verður ráðstafað af reikningum frá Landsbankanum vegna sölu eigna hans fyrr en frestur hefur runnið út fyrir alla aðra kröfuhafa í bú Landsbankans til að höfða mál gegn íslenska ríkinu fyrir setningu laganna í október, eða að niðurstaða er komin úr slíkum dómsmálum.

Þar sem telja verður nánast öruggt að einhverjir kröfuhafar munu láta á það reyna að fá lagasetningunni hnekkt, og sagan sýnir okkur að slík mál taka mörg ár í rekstri, verður því líklegast ekki um það að ræða að einni einustu krónu verði ráðstafað inn á Icesave lánið næstu árin, og mögulega ekki fyrir þann tíma sem ríkisstjórnin þarf að fara að greiða af láninu.  Fari svo að alþjóðlegir dómstólar úrskurði að lagasetningin hafi verið óheimil (og það er álit flestra lögfróðra manna að svo fari), þá er skilanefnd Landsbankans óheimilt að ráðstafa fjármunum vegna sölu eigna fyrst til Breta og Hollendinga á undan öllum öðrum kröfuhöfum, en þá munu Bretar og Hollendingar eiga næsta leik sem væri að hirða allt sem ekki er naglfast á Íslandi.

Samningurinn er nefnilega þess eðlis að Bretar og Hollendingar bera ENGA áhættu af því hvað fæst fyrir eignirnar og þeir bera ENGA áhættu af því hvort lagasetningin hafi verið heimil.  Öll sú áhætta hvílir á þeim sem tekur Icesave lánið og gengst í ábyrgð fyrir því.

En þangað til peningar fara að berast til greiðslu á þessum lánum Breta og Hollendinga munu þau safna vöxtum óáreitt, 40 milljörðum á ári í 7 ár, rúmlega 300 milljörðum alls.

Enn eitt álitamálið er það að þó svo að í ljós komi að lagasetningin hafi verið réttmæt, þá mun kostnaður vegna vaxtagreiðslu Icesave lánanna EKKI vera greiddur af söluandvirði eigna Landsbankans, þar sem krafa í þrotabúið miðast við höfuðstól lána en ekki áfallna vexti (það eru afgangskröfur þegar ALLT annað er búið).  

Þó svo að allt fari á besta veg, þó svo að Landsbankaeignirnar dugi 100% fyrir skuldbindingunni, þá er svo að segja öruggt að 200 milljarðar falli á íslenska ríkið í formi vaxtagreiðslna sem þarf að inna af hendi.

Nei, þetta er nokkuð sem mun setja landið á bólakaf og hér verður ekki hægt að búa. 

Liberal, 19.6.2009 kl. 15:18

10 identicon

Hagfræðingur, dýralæknir, flugfreyja eða jarðfræðingur. Var ekki verið að ræða um kúlulán hér? Meðan ekki er fyrirfram samið um fastar afborganir af láninu þá er þetta kúlulán. En er vinstrafólk farið að skammast sín svo mikið fyrir Icesave samninginn og afglöp ríkisstjórnarinnar í því máli, að það er komið út í taglhnýtingar um hvort menn séu með einhverja menntun eða hvort lán sé kúlulán eða ekki? Þvílíkir snillingar!!

K. Bogi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 15:27

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

Liberal, ertu ekki að rugla saman hugtökum hér? Snýst þetta ekki um að kröfuýsingarfrestur sé liðinn og fyrsti fundur með kröfuhöfum hafi farið fram? Sem fréttastofa Stöðvar 2 sagði að yrði uþb nk. nóvember?

Kröfulýsingarfrestur er ekki það sama og frestur til málshöfðunar kröfuhafa eins og þú talar um hér ofar.

Einnig er mikilvægt fyrir þig að muna að þegar eignir Landsbankans eru uppurnar þá er það tryggingasjóðurinn sem tekur að sér að greiða eftirstöðvar lánsins og það er einvörðungu ef (og þegar?) tryggingasjóður innstæðna á ekki fyrir afborgunum sem til ábyrgðar ríkisins kemur.

Menn eiga sem sagt enn þann möguleika - umfram eignir Landsbankans - að hækka álögur á fjármálafyrirtæki um greiðslur inn í tryggingasjóðinn, sem myndi þá enn hafa áhrif á greiðsluskyldu ríkisins.

En ég minni enn og aftur á að ég var ekki að verja Icesave með færslu minni, alls ekki. Færsla mín sneri að lýðskrumi eins af forystumönnum þess hóps sem hamast á ríkisstjórninni fyrir að undirrita samninginn.

K. Bogi, af hverju í ósköpunum ættu vinstri menn eitthvað sérstaklega að skammast sín fyrir hitt eða þetta? Ég get ekki séð það. Þvert á móti má færa sterk rök fyrir því að þeir aðilar sem stuðluðu að því kaldakoli sem hér ríkir ættu að skammast sín, en það virðist vera ólíkleg kröfugerð af minni hálfu. Þetta er ömurlegur samningur sem við því miður neyðumst til þess að gera vegna gamalla ákvarðana og afleiðinga þeirra.

Eins var ég alls ekki að efast um menntun formannsins, þvert á móti, ég var að gera til hans tilteknar kröfur *vegna þess* að hann hefur þessa menntun, það voru aðrir í athugasemdakerfinu sem drógu úr menntun hans, ekki ég.

Framhjá því verður hins vegar ekki litið að hann grípur til stærri orða en hann hefur innistæður fyrir í þessu máli sem og mörgum öðrum sem hann hefur rætt undanfarið og þess vegna er mikilvægt að ræða skilgreiningar á hugtakinu kúlulán. En tökum til umræðu skilyrði þitt fyrir því að um sé að ræða kúlulán: "Meðan ekki er fyrirfram samið um fastar afborganir af láninu þá er þetta kúlulán." Miðað við það sem komið hefur fram um 32 gjalddaga sem tryggingasjóður á að greiða, þá er nokkuð ljóst að samið var um fastar afborganir af láninu. Er það þá ekki gefið að samkvæmt þinni eigin kríteríu þá sé þetta ekki kúlulán?

Elfur Logadóttir, 19.6.2009 kl. 16:41

12 identicon

Auðvitað er þetta kúlulán að hluta til, þ.e. fyrri hlutinn, þetta er samsett lán.   Ríkistjórnin hefur tala fjálglega um endurgreiðsluhlutfall eignasafns sem hún hefur ekki séð og um ímyndaðar greiðslur úr þessu óséða eignasafni á fyrstu 7 árunum.  Þangað til farið verður að greiða samviskusamlega og reglulega úr þessu eignasafni upp í fyrrihluta lánsins er sá hluti eiginlegt kúlu lán. 

Ég vill fá frá ríkisstjórninni upplýsingar um það hversu mikið af skatttekjum (per vísitölufjölskyldu eftir mismunandi launum) næstu ára á að fara í Icesave + aðrar skuldbindingar, tekju og veltusköttum, heimfært upp á 2007 og 2009 verðlag og atvinnu og tekjuaðstæður.  Það sýnir manni besta og versta raunhæfann samanburð, þannig getum við dæmt um það hvernig okkur kemur til með að vegna, það skiptir ekki máli hversu marga Ísafirði eða tónlistarhallir maður getur byggt.  

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 17:09

13 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það margt sem verður hrakið í þessari sókn þeirra.

Tryggvi Þór rekin á gat eftir að hafa haldið því fram að óvissan myndi lækka lánshæfis matið.

"Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í Lundúnum, segir að ástæða þess að fyrirtækið hafi ekki afskrifað lánshæfi Íslands sé sú að landið hafi ekki virt að vettugi erlendar skuldbindingar sínar. "

Skuggaráðuneyti Framsóknar (indefence hópurinn) rekið á gat með yfirlýsingar um að Icesave samningarnir færi Hollendingum Landsvirkjun. Þegar í raun skuldsettning fyrirtækisins sé slík að lækkandi lánshæfi sem og vonleysi við endurfjármögnun setji fyrirtækið í grafalvarlegastöðu. Þannig að ef lánshæfi fari niður í kjallarann þá gæti LV verið fallit.

"Landsvirkjun og ríkið hafa gert með sér viðbúnaðarsamning, sem kveður á um að ef Landsvirkjun hefur ekki nægjanlegt fjármagn til að mæta vaxtagreiðslum eða afborgunum lána mun Seðlabankinn afhenda fyrirtækinu erlendan gjaldeyri og Landsvirkjun afhenda bankanum krónur eða skuldabréf í staðinn."

Andrés Kristjánsson, 19.6.2009 kl. 17:38

14 identicon

Mér finnst nú alltaf grátbroslegt þegar fólk hér á blogginu er að tala niður til Sigmundar Davíðs með þeim hætti að hann hafi ekki menntun eða gáfur til að bera, slík skrif eru fáránleg og dæma sig sjálf. Fólk sem fengið hefur doktorsritgerð samþykktar til varnar við Oxfordháskóla er einfaldlega í lagi hvað þekkingu og greind varðar. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á Framsóknarflokknum, verið stuðningsmenn annarra flokka t.d. VG eða Samfylkingar en það getur enginn með rétt sagt að Sigmundur Davíð sé ekki greindur maður eða sterkur karakter sem komi sjónarmiðum sínum á framfæri. Þó ég þekki SDG ekki þá leiðist mér svona skrif hjá niðurrifsfólki sem sjálft er ekki nógu öflugt til að vera málefnalegt."Lögfræðingar" ( innan gæsalappa ) eða aðrir sem menntaðir eru frá Bifröst eða sambærilegum skólum ættu ekki að tjá sig um menntun annarra. Varðandi kúlulán eða ekki kúlulán þá er það nú svo að lánið vegna Icesave má gjaldfella ef vissar aðstæður skapast þ.m.t. ef ríkissjóður lendir í greiðslufalli á öðrum lánum þó þetta tiltekna lán sé i skilum. Við slíkar aðstæður er vart hægt að neita því að þá  skellur höfuðstóll og vextir af fullum þunga á lántakanda samstundis m.ö.o. kúla. Það er aumt að reyna að verja Icesave með því að hártoga að SDG notaði orðið kúlulán. E.tv  er þetta sett fram til að höfundur bloggins sem bæði er "lögfræðingur" og "hagfræðingur"  ( BS ? ) geti sýnt hvað hún hafi verið dugleg að fletta upp skilgreiningu á kúluláni ?

Bendi svo á að í dag völdu álitsgjafar í DV nefndan Sigmund Davíð sem "helstu von landsins".

HH (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 17:44

15 Smámynd: Elfur Logadóttir

Til að það sé fullkomlega á hreinu, þá var ég alls ekki að gera lítið úr menntun Sigmundar. Alls ekki. Ég ætlaði hann menntaðan og gáfaðan einstakling og þekki hann ekki af öðru. Málflutningur hans er hins vegar ekki alltaf til samræmis við þær gáfur og þá menntun sem hann hefur til að bera - og það var ég að gagnrýna.

Ég tók það einnig fram að ég væri ekki að verja Icesave. Hvernig væri að lesa færsluna mína en ekki stökkva á eitthvað sem þú heldur að standi þar, HH.

En svo heldur HH áfram og reynir að taka niður mína menntun í staðinn - svona af því ég var svo vond við Sigmund Davíð. Slæmt fyrir viðkomandi að ég er ekki með mína menntun frá Bifröst "eða sambærilegum skólum" :)

Það eru gjaldfellingarákvæði í flestum, ef ekki öllum, samningum - hvort sem um lánasamninga eða annars konar samninga er að ræða. Það gerir samningana ekki að kúlulánum, langt því frá.

Annars er ég ótrúlega dugleg að gúggla og hef hæfileika í uppflettingum "par exelans!" (shrug).

Elfur Logadóttir, 19.6.2009 kl. 18:26

16 identicon

Elfur ertu menntaður hagfræðingur/viðskiptafræðingur..?

Hvað skiptir máli með lán nema greiðsla þess fyrir skuldunaut?

Hvað ertu að þvaðra??

itg (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 20:17

17 identicon

Sigmundur Davíð er lýðskrumari eins og flestir forystumenn Framsóknarflokksins síðustu áratugi. Hann er varðhundur mafíunnar. Ef hann væri að verja hagsmuni almennings þá væri hann að ráðast á ríkisstjórnina með ásökunum um hægagang í glæparannsókninni. Hann væri sturlaður af reiði yfir því að ríkisstjórnin væri ekki búinn að framfylgja kröfum Evu Joly. Sérstaklega þeirri kröfu að reka Valtý úr embætti ríkissaksóknara. Allir geta með réttu gagnrýnt Icesave-afsalið, það er svo auðvelt, óréttlætið er hróplegt. En að maður úr vinahóp gerendanna, ausi slíkri froðu yfir Alþingi, þiggjandi laun úr vasa almennings, er ömurlegt.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 22:29

18 Smámynd: Jón Þór Helgason

ég vann í banka í mörg ár, og að sjá lánasaming með 11 gjalfellingarákvæði!  Það er fáranlegt.  þetta þýðir bæði belti og Axlabönd fyrir lánveitendan.

Síðan að báðar þjóðirnar hafa náð því markmiði að hafa rétt til að velja sér hvar þeir sækja málið er ótrúlegt. Þeir geta sem dæmi flutti málið í landi þar sem hefð er fyrir gjaldfellingarsekt, eða 10%-20% innheimtusekt. 

Það er eins gott að lögfræðingar ríkisins verði búnir að kynna sér innheimtulög og reglu allra helstu landa næstu 7 árinn!

ég man ekki eftir því að Ísland ætli að hlaupa frá skuldbindingum sínum, en hverjar eru skuldbindingar okkar. það hefur ekki komið í ljós, bara það að við eigum að borga þar sem ESB reglur halda ekki.

Veltið fyrir ykkur hvernig ástandið væri ef ESB væri með lögin eins og þau eru í USA.  Þá hefði innistæðutryggingarstjóður ESB tekið yfir Landsbankann og varið innistæður bankans skv lögum. en þar sem Greinilegt er að Evrópulönd geta ekki unnnið saman þá gátu þau ekki komið sér saman um þetta. Líkleg skýring er að Þjóðverjar hefðu átt að borga brúsan eins og venjulega.

 Því var kerfið haft að ásettu ráði gallað.

kv.

Jón Þór Helgason

Jón Þór Helgason, 25.6.2009 kl. 22:36

19 Smámynd: Jón Þór Helgason

Já og talandi um líðskrumara.

 Munið þið hvaða núverandi ráðherra krafðist þess að Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptarráðherra myndi segja af sér þar sem hún bæri pólitíska ábyrgð á 50 milljóna króna tjóni sem varð vegna þess að heitavatnið var tekið af varnarliðssvæðinu haustið 2006?

Svar: Össur Skarphéðinsson sem bar ásamt fleyrrum ábyrgð á vítaverðu kæruleysi þegar bankakerfið Íslands hrundi.  Annar Góður líðskrumari er Björgvin Sigurðsson því hann hefur ekki talið sig bera ábyrgð á að Icesave stækkaði um 400% eftir að hann tók við ráðherradómi.

kv.

Jón Þór Helgason

Jón Þór Helgason, 25.6.2009 kl. 22:54

20 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jón Þór, tókstu eftir setningunni "Mér dettur ekki í hug að verja Icesave" þarna efst uppi?

ég bendi þér þá hér með á hana. Auk þess sem það skiptir mig engu máli hverjir aðrir eru lýðskrumarar eða hafi verið það á einhverjum tíma ... þessi færsla var bara um einn - enda vilja Framsóknarmenn endilega að ekki sé horft til fortíðar heldur til nútíðar og framtíðar ...

Elfur Logadóttir, 25.6.2009 kl. 23:07

21 Smámynd: Jón Þór Helgason

ég tók eftir því sem þú skrifaðir, ég tók því þannig að þú værir að verja samninginn sem er stórhættulegur.

Þú sagðir að Sigmundur Davíð væri líðskrumari þá væri ágætt að taka dæmi um það. Hver er skilgreining þín á líðskrumara? 

Sennilega var það sem ég skrifaði um Björgvin Sigurðsson ekki merki um líðskrum, heldur frekar hversu heimskur maðurinn er að taka við einhverju sem hann hefur ekki vit á.

En við erum þá sammála um að Össur sé líðskrumari.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 25.6.2009 kl. 23:19

22 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þannig að þó ég skrifi að mér detti ekki í hug að verja samninginn, þá lestu samt þannig í skrif mín að ég hafi verið að því? Það er ein túlkunaraðferð.

Annars gengur færslan í heild út á rökstuðning fyrir þeirri fullyrðingu minni að auðvelt sé að tengja saman Sigmund Davíð og hugtakið lýðskrum vegna þess hversu stórt hann tekur upp í sig og skeytir meira um hvernig fullyrðingar hljóma í fjölmiðlum heldur en hvernig þær tengjast staðreyndum málsins.

Um Össur hef ég ekkert sagt, hvorki að hann sé né að hann sé ekki lýðskrumari. Það að ég hafni smjörklípum þínum frá minni röksemdarfærslu þýðir ekki að ég sé sammála fullyrðingunni.

Elfur Logadóttir, 26.6.2009 kl. 00:09

23 Smámynd: Jón Þór Helgason

ég biðst afsökunar á þessum smjörklípum. Ég átta mig reyndar ekki á í hverju þær liggja, en hvað er annars smjörklípa?  Þetta er annars snjöll leið hjá þér til að komast hjá því að færa rök fyrir máli þínu

ég er í sjálfu sér ekki aðdáandi Sigmundar Davíðs, en hinsvegar getur maður ekki annað en haldið með einhverjum öðrum en þessari ríkisstjórn sem virðist ekki geta gert neitt. En þau tóku þó eitt skref í gær. Hænuskref.

Er þá Pétur Blöndal þá líka líðskrumari? Hann og Sigmundur Davið eru mjög samstíga í því sem þeir segja um icesave.

Jón Þór Helgason, 26.6.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband