14.5.2009 | 10:32
Popúlisti
Þegar mál eru kynnt í fjölmiðlum áður en þau eru lögð fram á þingi þá hvæsir stjórnarandstaðan.
Þegar beðið er með að kynna mál í fjölmiðlum þar til þau hafa verið lögð fram á þingi ... þá hvæsir stjórnarandstaðan.
Vill hann ekki móta sér stefnu hvenær á að hvæsa og hvenær ekki - það myndi gera allt mat á framburði hans auðveldari.
[seinni tíma breyting: það vantaði r í framburðinn]
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
Skýrðu mál þitt betur þú virðist hafa menntun sem leyfir það.
Ef þú ert efnislega ósammála BB láttu það koma fram.
Ekki tala í upphrópunar stíl og gefa eitthvað í skin sem er svo ekki neitt.
Með öðrum orðum vertu málefnaleg þó svo að pólitískar skoðanir þínar eru ekki þær sömu og BB.
Kristjan (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:52
Ég rökstuddi hvað ég átti við. Ég er að gagnrýna hringlandaháttinn í stjórnarandstöðunni, sem kvartaði undan því fyrir kosningar að frumvörp væru kynnt í fjölmiðlum áður en þau voru lögð fram á þingi en kvarta undan því eftir kosningar að frumvörp (eða í þetta skiptið þingsályktun) séu fyrst kynnt þinginu áður en þau eru kynnt þjóðinni.
Ég kalla eftir því að menn ákveði sig hvora aðferðina þeir vilji hafa og nýti ekki popúlískar aðferðir til þess að slá pólitískar keilur eftir behag hverju sinni.
Elfur Logadóttir, 14.5.2009 kl. 12:13
Þetta gat nú ekki verið mikið skýrara hjá henni Kristján.
Rúnar Þór Þórarinsson, 14.5.2009 kl. 12:38
sammaaála þér
Jóhann Frímann Traustason, 14.5.2009 kl. 12:48
Er eitthvað að því að kynna frumvörp á sama tíma í fjölmiðlum og fyrir þingheimi.... er það ekki það sem menn eru að meinaþ
Binni (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:01
Sammála þér Elfur.
Stjórnin er að kynna málið fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna og vill hafa samráð um hvernig sjálft frumvarpið á að vera. En það er of mikið. Þeir þurfa að gera þetta eitthvað tortryggilegt og vilja greinilega ekki að þeir séu hafðir með í ráðum við samningu þessa frumavarps.
Undarleg afstaða, en mér finnst sjálfsagt að verða við henni og leggja þetta fram án þeirra álits. Þeir samþykkja eða samþykkja ekki slíkt frumvarp, allt eftir því hvernig þeim líst á málið. Annars held ég að þeir ætli sér að halda Alþingi í gíslingu vegna þessa máls, með málþófi.
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson, 14.5.2009 kl. 14:32
Óþolandi að horfa upp þingmenn þjóðarinnar í stjórnarandstöðu haga sér eins og unglingar á mótþróaskeiðinu. Eru á móti öllu sem kemur frá meirihlutanum, óháð málefnum. Þingmenn Borgarahreyfingrinnar sýna okkur strax að þeir bjóða ekki uppá þessa úreltu taktík. Hægri-vinstri illdeilur eru ekki til þess fallnar að leysa þau efriðu mál sem við stöndum frammi fyrir. Enn ein áminningin um hve mikilvægt er að koma á persónukjöri.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.