8.5.2009 | 12:13
Hann fór daglega í sturtu, þvílíkur dóni!
Afsakið ég get ekki tekið þessa frétt alvarlega.
Það er íbúð á neðstu hæðinni og salernis- og sturtuaðstaða í sameign sem að sögn nýtist engum nema þeim sem býr á neðstu hæðinni. Eigendur neita að gera upp aðstöðuna en kvarta undan fúkkalykt á sama tíma.
Það mætti segja mér að ef aðstaðan yrði gerð upp myndi fúkkalyktin hverfa!
Klósettferðir angra íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Athugasemdir
"Hann var að skjótast hérna ber á milli" HAHAHA! Helginni er reddað hjá mér!
Arngrímur (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:42
nákvæmlega !
Linda (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:24
Já, sturtuferðir eru stórlega ofmetnar. Bara gera eins og ég og fara í sturtu einu sinni á ári og nota þá tækifærið og skipta um föt.
Guðmundur Pétursson, 14.5.2009 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.