Úr 100% í 80% nefndarmanna

Rétt er að vekja athygli á því að með þeim breytingum sem verið er að gera á skipan peningamála þá minnka völd forsætisráðherra frá því sem hingað til hefur verið.

Samkvæmt núgildandi ákvæðum í lögum um Seðlabanka Íslands er það bankastjórn Seðlabankans sem tekur ákvarðanir um beitingu peningastefnunnar innan þess sem lögin heimila. Peningastefnan er í dag ákvörðuð af alþingi og þar af leiðandi af pólitískum meirihluta hverju sinni.

Forsætisráðherra skipar sem sagt 100% af núverandi "peningastefnunefnd." Eftir breytingar mun hún vissulega skipa fjóra af fimm aðilum en með þeim takmarkandi nýjungum að þeir hafi faglega hæfni skv. því sem nánar greinir í frumvarpinu. Fjórir af fimm eru 80% og því er ljóst að völd forsætisráðherra til skipunar í peningastefnunefnd eru að minnka en ekki aukast.


mbl.is Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Svo öllu sé til haga haldið: Þetta eru nú bara bitamunur en ekki fjár.

Emil Örn Kristjánsson, 20.2.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

En munur engu að síður, það er það sem skiptir máli.

Elfur Logadóttir, 21.2.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jú, Elfur, vissulega munur og hann skiptir vissulega máli. Hann skiptir hins vegar litlu máli og farsælla hefði verið að hafa hann meiri fyrst verið var að fara í þessar breytingar.

Emil Örn Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 18:29

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það getur vel verið. Ég var hins vegar fyrst og fremst að vekja athygli á tvískinnungi Árna M. að gera stórmál úr því að forsætisráðherra geti skipað fjóra af fimm, sem gera 80% á sama tíma og hans forsætisráðherrar hafa alltaf getað skipað 100% af bankastjórnarmönnum.

Ég er einnig hlynnt "eitt skref í einu" ákvörðunum og vil síður umbylta of miklu í einu en vil að sjálfsögðu að sama skapi að hvert skref sé skref í rétta átt.

Elfur Logadóttir, 21.2.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband