20.2.2009 | 13:59
Úr 100% í 80% nefndarmanna
Rétt er að vekja athygli á því að með þeim breytingum sem verið er að gera á skipan peningamála þá minnka völd forsætisráðherra frá því sem hingað til hefur verið.
Samkvæmt núgildandi ákvæðum í lögum um Seðlabanka Íslands er það bankastjórn Seðlabankans sem tekur ákvarðanir um beitingu peningastefnunnar innan þess sem lögin heimila. Peningastefnan er í dag ákvörðuð af alþingi og þar af leiðandi af pólitískum meirihluta hverju sinni.
Forsætisráðherra skipar sem sagt 100% af núverandi "peningastefnunefnd." Eftir breytingar mun hún vissulega skipa fjóra af fimm aðilum en með þeim takmarkandi nýjungum að þeir hafi faglega hæfni skv. því sem nánar greinir í frumvarpinu. Fjórir af fimm eru 80% og því er ljóst að völd forsætisráðherra til skipunar í peningastefnunefnd eru að minnka en ekki aukast.
Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo öllu sé til haga haldið: Þetta eru nú bara bitamunur en ekki fjár.
Emil Örn Kristjánsson, 20.2.2009 kl. 15:51
En munur engu að síður, það er það sem skiptir máli.
Elfur Logadóttir, 21.2.2009 kl. 17:04
Jú, Elfur, vissulega munur og hann skiptir vissulega máli. Hann skiptir hins vegar litlu máli og farsælla hefði verið að hafa hann meiri fyrst verið var að fara í þessar breytingar.
Emil Örn Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 18:29
Það getur vel verið. Ég var hins vegar fyrst og fremst að vekja athygli á tvískinnungi Árna M. að gera stórmál úr því að forsætisráðherra geti skipað fjóra af fimm, sem gera 80% á sama tíma og hans forsætisráðherrar hafa alltaf getað skipað 100% af bankastjórnarmönnum.
Ég er einnig hlynnt "eitt skref í einu" ákvörðunum og vil síður umbylta of miklu í einu en vil að sjálfsögðu að sama skapi að hvert skref sé skref í rétta átt.
Elfur Logadóttir, 21.2.2009 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.