Nei takk!

Ég ætla að vera alveg hreinskilin hér:

Jón Baldvin, þinn tími er farinn.

Ef einhverra hluta vegna Ingibjörg Sólrún getur ekki eða vill ekki vera áfram formaður Samfylkingarinnar, þá er það fólk framtíðarinnar en ekki fortíðarinnar sem mun taka við keflinu.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Sæl Elfur

Ég var á þessum fundi fyrr í dag og það sem Jón sagði var ekki að hann ætti að taka við heldur að ef Ingibjörg ætlar að sitja áfram þá sé hann tlbúin að bjóða sig fram gegn henni. Og að sama skapi þá lýsti hann yfir fullum stuðningi við Jóhönni Sig. til formanns.Krafan sem hann setti fram var að Ingibjörg eigi að víkja og enginn býður sig fram gegn henni á landsfundi þá er hann tilbúin til þess. Ergo=breytingar!!

Tjörvi Dýrfjörð, 14.2.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Hlédís

Jón hefur þar á réttu að standa - og styður réttan mann! Hann er í raun að segja að tími ISG sé svo ALGJÖRRLEGA fyrir bí - að jafnvel Hann sjálfur væri skárri! Það er rétt, JAFNVEL JBH væri skárri formaður SF í kosningum nú en ISG! 

Hlédís, 14.2.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ekki sé ég nú neitt formanaefni í þingliðinu hjá Samfylkingunni.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.2.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.

Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.

Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Hlédís

Hannibal gat JBH - til dæmis í Jón Arason sem allir íslendingar nema nýbúar rekja ættir til- Gott að hann var þá hálshöggvinn, kallinn!

Hlédís, 14.2.2009 kl. 18:41

6 Smámynd: Hlédís

Hér skarst miðjan úr athugasemd. Þið getið sem sagt valið um Hanníbal Valdimarsson og Jón Arason sem sökudólg - JBH er afkomandi beggja!

Hlédís, 14.2.2009 kl. 18:44

7 Smámynd: Hörður Einarsson

Hefði átt að fæðast andvana, þá væri hvorki JBH eða HV.

Hörður Einarsson, 14.2.2009 kl. 19:35

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hörður, ég get ekki tekið undir svona orðalag og mun fjarlægja athugasemdina ef ég fæ athugasemdir vegna hennar.

Tjörvi, ég skildi vel hvað maðurinn átti við, held að fréttin hafi komið þessu til skila eins og þú segir, en ég stend við það sem fram kemur í færslunni, ef Ingibjörg getur ekki eða kýs að vera ekki áfram formaður, þá er Jón Baldvin svo sannarlega ekki málið. Ef valið stæði á milli þeirra tveggja á landsfundi þá myndi ég ekki hika við að velja áfram Ingibjörgu Sólrúnu. Ef skipt verður um formann, þá vil ég framtíðarefni í það sæti, ekki fortíðarefni.

Elfur Logadóttir, 15.2.2009 kl. 01:46

9 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ég held að það sé bara gott mál að fá fram mælingu á stuðningi við Ingibjörgi Sólrúnu innan Samfylkingarinnar. ef hún fær sterka kosningu þá er ekki hægt ð halda fram að hennar eigið fólk standi ekki með henni en ef hún fær slæma kosningu nú þá verðum við að leggja hausa í bleyti. Ég hins vegar hef enga trú á því að JBH felli hana, hann er að setja sig í spor Michaels Heseltine (held ég fari rétt með nafnið) sem bauð sig fram gegn M.Thatcer á sínum tíma sem sýndi að stuðningur við hana innan breska íhaldsflokksins var mun minni en forystan hélt og endaði svo með því að John Mayor var kosinn formaður.

Tjörvi Dýrfjörð, 15.2.2009 kl. 19:20

10 identicon

Thad sem Hlédís sagdi.

Yrkor Stefflonio (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 02:03

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

Tjörvi, þar er ég alveg sammála, framboð sem þetta gæti verið mæling á stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu en eins og þú bendir sjálfur á, þá er tilgangur Jóns Baldvins mun líklegar einmitt að grafa undan þeim stuðningi með þessari framsetningu, fremur en að styrkja hann - og við því segi ég hreint og klárt: "Nei takk!"

Svo ég haldi áfram að tala skýrt, ef Ingibjörg Sólrún er ennþá veik, þá á hún að víkja en ef meinið er ekki líklegt til þess að valda frekari vandræðum þá held ég að hún eigi góðan stuðning innan flokksins til þess að halda áfram. 

Elfur Logadóttir, 16.2.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband