30.1.2009 | 17:01
Málefnalegur Björn, að vanda
Ég þreytist aldrei á að lesa Björn Bjarnason og þá stórfurðulegu röksemdarfærslu sem honum tekst sífellt að setja fram. En ef hann heldur að athygli af þessu tagi sé jákvæð, eða vegna þess að ég sé sammála honum þá er það borin von.
Ég vona bara svo innilega að einn daginn verði maðurinn málefnalegur í röksemdafærslu sinni - það væri nýbreytni.
Stjórnarskrárbreyting ekki brýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi röksemdafærsla hans staðfestir bara þá sannfæringu mína, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki "multi-tasking", svo slett sé tölvumáli. Hann er bara "single-tasking", þ.e. er bara fær um að gera einn hlut í einu.
Marinó G. Njálsson, 30.1.2009 kl. 17:36
Ef það væri nú svo gott. Þeir gátu einkavætt Landsbankann og Búnaðarbankann á sama tíma.
Nei ég held að þetta sé bara sami gamli, "við viljum ekki ræða þetta og þess vegna er ekki þörf á því" tónninn. Þeir komust upp með að svara umræðum um Evrópusambandsaðild með þessum hætti í mörg ár, hví ættu þeir ekki að reyna þessa röksemdafærslu aftur? Þeir vilja nefnilega ekki þessa umræðu í kosningabaráttunni þar sem þeir geta ekki leitt stjórnarskrárbreytingavinnuna.
En síðan er það umræða út af fyrir sig hvaða breytingar eru nauðsynlegar á stjórnarskránni. Þjóðaratkvæðagreiðsla, aðild að alþjóðlegum bandalögum eins og ESB, raunveruleg þrískipting ríkisvalds? Þetta er allt saman réttmæt umræða og eðlilegt að leyfa þjóðinni að komast að niðurstöðu um þessi atriði með málefnalegri umræðu en ekki með því að kasta umræðunni út af borðinu.
Elfur Logadóttir, 30.1.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.