Að 4 af 8 starfandi félagsráðgjöfum segi upp er kannski ekkert mikið

Athyglisverð eru orð upplýsingafulltrúans að kalla þá staðreynd kjaftasögu að óvenjumargir starfsmenn barnaverndar hafi sagt upp störfum í kjölfar starfslokasamnings við yfirmann deildarinnar.

Enn athyglisverðara þar sem einhvers misræmis gætir í upplýsingum frá Kópavogsbæ. Þór segir að við yfirmanninn hafi verið gerður starfslokasamningur (og það mjög fljótlega eftir að hún var í samtali við fjölmiðla með áhyggjur af stöðu barnaverndarmála hjá bænum). Einu upplýsingarnar sem koma fram í fungargerðum félagsmálaráðs eru hins vegar að hún hafi sagt upp störfum.

En aftur að fyrirsögninni. Samkvæmt vef Kópavogsbæjar eru 7 félagsráðgjafar starfandi hjá bænum í dag. Í fundargerð félagsmálaráðs frá 21. ágúst sl. kemur fram að 4 hafi sagt upp störfum hjá Félagsþjónustu Kópavogs. Í fundargerð næsta fundar er ein uppsögn dregin til baka, en önnur lögð fram. Ef það eru 7 starfandi og yfirmaðurinn hættur, þá eru stöðugildin væntanlega 8.

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst 4 af 8 óvenju hátt hlutfall. En kannski er það bara kjaftasaga. Kannski er starfsmannaveltan alltaf svona mikil hjá félagsþjónustunni og ekkert nýtt að helmingurinn hætti þetta haustið.


mbl.is „Kjaftasaga að barnaverndarstarfsmenn flýi Kópavog"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Elfur,

þú ert á sömu nótum og ég (eins og reyndar oft áður). Á bæjarstjórnarfundi í gær kom fram að stöðugildi hjá félagsþjónustunni eru 6 og hefur þeim fjölgað um 3 frá því árið 2000 (ef ég man rétt ártal).  Ég tel víst að forstöðumaðurinn sé innan þeirrar tölu. 

Það er ákaflega mikilvægt að menn fari ekki að snúa þessu alvarlega ástandi innan félagsþjónustunnar uppí pólitískt þrætuepli, af nógu öðru er að taka þar. Hins vegar þurfa allir að leggjast á eitt um að leysa þann vanda sem þarna er kominn upp með heill og hamingju barna í Kópavogi að leiðarljósi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.9.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband