29.6.2007 | 17:08
Veruleikafirrtur Wrestling-heimur
Ég las það á einhverjum íslenskum fréttamiðli í vikunni að bandarískur glímukappi (wrestling) hefði drepið fjölskyldu sína og síðan tekið eigið líf. Mér þótti það ósköp dapurlegur endi á lífi þessa fólks en skildi ekki hvaða erindi þetta ætti við okkur Íslendinga.
Þess vegna er kannski svolítið fyndið að ég skuli nú eyða í hann heilli færslu og það undir fyrirsögn um veruleikafirringu. Það hefur nefnilega komið fram í norskum fjölmiðlum í dag að upplýsingar um andlát konu hans og sonar hafi verið komin inn á alþýðuorðabókina Wikipedia að minnsta kosti þrettán klukkustundum áður en lögreglan fékk vitneskju um morðin. Ein fréttin segir tímaröðina hafa verið einhvern veginn svona:
- Föstudagskvöld: Eiginkonan kvalin og drepin.
- Laugardagur: Sonurinn líklega drepinn.
- Aðfararnótt sunnudags (ca. 04:00): Glímukappinn sendir undarleg SMS skilaboð til vina og nágranna.
- Aðfararnótt mánudags (kl. 00:01): Prófíl glímukappans á Wikipedia breytt til að birta upplýsingar um andlát eiginkonunnar og sonarins. Tölvan sem notuð var til breytingarinnar er talin vera staðsett í nálægð við aðsetur WWE, fyrirtækisins sem stendur fyrir wrestling glímukeppnunum.
- Glímukappinn tekur eigið líf einhvern tíma um nóttina.
- Mánudagur: lögreglan finnur líkin.
Það sem meira er, notandi, með sama tölvuauðkenni (IP address) og sá sem breytti prófílnum, segir að breytingin á prófílnum hafi verið byggð á sögusögnum um að glímukappinn hafi ekki keppt á laugardagskvöldið "vegna andláts eiginkonunnar" eins og það er orðað í frétt Guardian um efnið.
Það var sem sagt einhver þriðji aðili staðsettur í Stamford Conneticut, þar sem Wrestling Entertainment er með aðsetur, sem breytti upplýsingum um atburði sem voru að gerast í Atlanta á sama tíma - en sá enga ástæðu til þess að segja lögregluyfirvöldum frá því.
Talandi um veruleikafirringu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.7.2007 kl. 20:29 | Facebook
Athugasemdir
Rakst inn á þetta blogg af því að þú kommentaðir hjá mér. Er búin að lesa nokkrar færslur, gaman að lesa
Þetta er vægast sagt algjörlega ótrúlegur process í þessu wrestlingmáli og það fer ekki hjá því að maður velti einmitt fyrir sér hversu veruleikafirrt fólk getur orðið ???
Svaraði kommentinu þínu - kíktu á
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.