91% af tekjum ríkisins af tekjuskatti, koma frá fyrstu 150.000 kr. af mánaðarlaunum!

Getur það verið?

Gestur Guðjónsson, framsóknarmaður og forfallinn áhugamaður um samfélagið og allt mannlegt að eigin sögn, ritaði óhugnalega athugasemd við pistil Péturs Gunnarssonar í gær:

Sló á þetta um daginn. Gaf mér að fjöldi gjaldenda sé óbreyttur 227 þús, heildartekjur gjaldenda óbreyttar og útsvarið óbreytt. Þá kostar hækkunin í 100 þús kr 10,4 milljarða, en hækkunin í 150 þús kr 58,8 milljarða og eftir standa 6 milljarða tekjur ríkisins af tekjuskatti í stað 65 milljarða í dag.

Hér er Gestur að ræða umræður úr leiðtogakastljósi mánudagsins, þar sem kastað var fram hugmyndum um hækkun persónuafsláttar þannig að fyrstu 150 þúsund krónur launamannsins væru undanþegnar tekjuskatti.

Áttar maðurinn sig á því hvað hann er að segja? Hann er í raun að segja að fyrstu 150.000 krónur launamannsins, hvort sem hann hefur 151.000 eða 1.510.000 í laun á mánuði, standi undir 91% af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti, væntanlega á árinu 2006.

Hvernig ætli dreifing tekna þessara 227 þúsund gjaldenda sé? Hversu hátt hlutfall af þeim ætli sé með mánaðarlaun neðan 200.000 króna marksins? Ja, ég get að minnsta kosti ekki dregið aðra ályktun en svo að þar sem allar tekjur landsmanna umfram 150 þúsund krónurnar gefa ekki af sér nema ríflega 9% teknanna, eða 6 milljarða króna skv. upplýsingum Gests, þá sé stór hluti gjaldenda á neðri hluta kúrfunnar.

Er það réttlát skattdreifing? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mig langar aðeins að benda á þegar talað er um kostnað ríkisins við að hækka skattleysismörkin sé svona og svona hár. Þá segir það ekki nema hálfa sögunna, því stærsti hluti hækkuninnar kemur til baka í formi óbeinna skatta. Það eru einföld hagfræðileg rök að sá sem hefur meira milli handanna, hann eykur neyslunna sem þýðir auknar tekjur í ríkissjóð.

Kv.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband