Ha? Hvað kemur aðstoðarmaðurinn málinu við?

Óttarlega fjallabaksleið er Sigurður T. að fara núna. Það skiptir engu máli hvaða aðstoðarmaður gerði bréfið eða hvaða tölvuþekkingu hann hefur. Lykilatriðið er að það er mjög auðvelt að leggja fram falsaðan tölvupóst, þurfirðu ekki að sanna tilvist hans með öðru en pappírnum sem þú leggur fram. Þegar svo ber undir er enginn munur "á fölsuðu og ófölsuðu tölvubréfi", til þess að sýna fram á.

Og það þarf ekki ritvinnsluforrit til. 

Þess vegna eiga sendingarupplýsingar sem fylgja bréfinu ávallt að vera hluti af sönnunarfærslu sönnungargagnsins. Þannig - og aðeins þannig - verður tölvupóstur nægilega traust sönnunargagn í dómsmáli.


mbl.is Lagði fram bókun vegna tölvubréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband