Lögunum breytt síðan

Ég hef ekki hug á að breyta af fyrri stefnu minni að blogga ekki hér á blog.is en stundum sé ég mig kannski tilneydda til að bæta við frétt blaðsins með notkun "blogga frétt" merkingarmöguleikans.

Verandi meistaranemi í upplýsingatæknilögum vakti fréttin áhuga hjá mér og leiddi til þess að ég gúgglaði efnið, til þess eins að komast að því að brotið var framið 1994 og lögunum hefur verið breytt síðan.

Sjá nánar, t.d., frétt International Herald tribune.

En hugmyndin er athygliverð engu að síður, að niðurhalið sem slíkt sé ekki lögbrot heldur einungis dreifingin. 


mbl.is Yfirréttur á Ítalíu: Ekki glæpur að hala niður tölvuskrám sé það ekki gert í hagnaðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda fáránlegt ef það væri hægt að kæra fólk fyrir að niðurhala efni sem verið er að dreifa á netinu. Það er hægt að líkja þessu við að einhver taki höfundarréttarvarða ljósmynd án leyfis, prenti í miklu upplagi og dreifi henni í Smáralind. Á það að vera glæpur að taka við myndinni?

Mér finnst það ekki.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Að taka við mynd sem einhver réttir þér í Smáralind er nú ekki alveg það sama og að sækja sér efni til einhvers aðila sem hefur boðið það til dreifingar.

Þegar þú sækir efnið þá veistu oftast að það er höfundarréttarvarið, þú hins vegar velur að horfa framhjá því.

Eins og við vitum flest, þá ertu að gera nýtt eintak af verkinu þegar þú flytur það frá bjóðanda til þín. Lögleg eintakagerð er einmitt takmörkunum háð og flest vitum við einnig að flutningur eintaks frá bjóðanda til þín er sjaldnast heimilaður.

Bandarískir aðilar hafa undanfarið sótt hart á niðurhalendur til þess að reyna að hræða fólk til að sleppa því - með misjöfnum árangri. 

Hins vegar tel ég að leita þurfi leiðar til að finna ásættanlegan milliveg fyrir alla aðila málsins, rétthafa, dreifingaraðila og niðurhalendur. Í þeim efnum hefur mér litist ágætlega á tillögur EFF (Electronic Frontier Foundation) sem leggja til hógværar rétthafagreiðslur fyrir opið niðurhal. Ef allir aðilar komast að málamiðlun á slíkum grundvelli, held ég að málið sé dautt, eins og unglingarnir segja.

Elfur Logadóttir, 23.1.2007 kl. 10:39

3 identicon

Segjum sem svo að sjónvarpsstöð hérlendis taki upp á því að senda út efni sem ekki eru tilskilin leyfi fyrir. Slíkt hefur gerst, nærtækast er dæmi úr Reykjanesbæ þar sem fyrirtæki seldi myndlykla sem aflæstu stöðvum fjölvarps Norðurljósa. Er ég þá að brjóta lög með því að taka efnið upp? Það er nokkuð ljóst að ég er að gera auka afrit af efni sem sent var út ólöglega. 

Málið er að fólk vill ekkert vera að "stela" efninu. Það hefur sýnt sig, um leið og t.d. iTunes kom og fleiri netverslanir með tónlist stökk fólk á það, enda ódýrt og mjög einfalt kerfi. Gallinn er hins vegar sá með sjónvarpsþætti og kvikmyndir að ekkert kerfi hefur reynst eins einfalt og Torrent eða önnur sambærileg forrit. Í stað þess að eyða milljörðum í lögsóknir ættu rétthafar að eyða púðri sínu í að ná netverjum á sitt band með einfaldri og ódýrri þjónustu. Slíkt myndi gersamlega snúa blaðinu við og ágóði þeirra myndi á ný vaxa og allir yrðu sáttur. Mér líst líka vel á hugmyndir EFF, þó svo ég hafi ekki séð þær áður.

Alls ekki auðvelt mál, en alveg ljóst að til eru betri lausnir en þessar eilífu lögsóknir. 

Arnar Ágústsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband