Færsluflokkur: Bloggar

Klukkuð

Maja[1] frænka klukkaði mig í miðjum búferlaflutningum þannig að ég góðfúslega tók ekki eftir því. En það er víst ekki hægt að dyljast endalaust, þannig að nú tek ég þátt í leiknum - þegar hann er löngu orðinn kaldur án þess að vera kúl.

  1. Ég slít alltaf keðjur sem mér eru sendar. Les alltaf brandara en sendi sjaldnast frá mér. Rökfræðilega hefði ég þess vegna ekki átt að taka þátt í þessu klukki.
  2. Ég Heartpóstsíur. Ég hef fengið að lágmarki 300 tölvupósta á dag í bráðum 10 ár og hefði ekki lifað það af án þeirra. Merkilegt þó að átta sig á að í upphafi var 1% móttekinna bréfa rusl - í dag er 1% móttekinna bréfa ekki rusl.
  3. Ég hef búið í 2 húsum hartnær 90% af ævi minni. Síðustu 10% í 4 húsum (eða var það 5, best að spyrja mömmu næst þegar ég hitti hana).
  4. Í kjölfar þess að kaldhæðni mín og húmor að öðru leyti fór öfugt í gegnum tölvubréfið hjá einhverjum viðmælandanum fyrir einhverjum árum síðan, tók ég unglingslegu ástfóstri við broskalla - hverja ég misnota við hvert tækifæri núorðið :).
  5. Ég á óskaplega erfitt með að tjá mig eftir pöntunum (sérstaklega svona klukk-pöntunum) - en ligg sjaldnast á skoðun minni þess á milli.
  6. Ég er flutt aftur til Íslands (Ég flutti til Noregs í eitt ár, fyrir ykkur sem vissuð það ekki :))
  7. Ég er forfallinn spilasjúklingur - í jákvæðustu merkingu þess orðs. Ég spila aldrei uppá peninga en þú gætir næstum því lagt fyrir mig hvaða borðspil sem er og ég hætti ekki fyrr en ég kann það - og vinn það! Ef þú átt t.d. Íslenska efnahagsspilið eða gamla Rallý spilið, eða jafnvel eldri útgáfuna af Partíspilinu ... Ekki spurning, ég er game. Kynntist m.a. nýju borðspili úti sem er frábært líka - verst að ég man ekki nafnið á því.
  8. Ég er gleymin! Ég sem mundi allt, þuldi allt or skannaði svo hratt að ég vissi allt, heilinn er greinilega að eldast og þreytast, því ekkert af þessu virkar lengur - svo neinu nemi.

Ég ætla ekki að klukka neinn, enda leikurinn sjálfdauður og allir búnir með skammtinn sinn hvort sem er.

 

[1] Maja/Mæja ... ég get aldrei ákveðið mig hvernig þetta á að skrifast - alveg eins og í gamla daga, þrátt fyrir að ég kynni j/i regluna uppá hár - þá vildi ég samt alltaf skrifa Gauji - af því mér fannst það flottara (shrug).  

 



Ég á varanlegra heimili annars staðar

Ég á varanlegra heimili annars staðar, en þar sem þetta kerfi gerir mér ekki kleift að skrá athugasemdir án þess að eiga blogg, nema með töluverðri fyrirhöfn, þá stofnaði ég þetta blogg.

Það er ekki við því að búast að hér verði neitt að sjá, að minnsta kosti ekki af neinu ráði. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband