Þeir afmáðu ekki mikið þegar ég hætti

Ég afskráði mig af Facebook seint haustið 2007 eftir róttækar breytingar þeirra í átt að misnotkun persónuupplýsinga. Fjarlægði allar upplýsingar og valdi "deactivate" á notandann minn.

Þegar ég skráði mig aftur 14 mánuðum seinna, af því ég valdi að nota Facebook þrátt fyrir persónuinnrásir, þá voru allar upplýsingarnar um mig þarna ennþá og í millitíðinni höfðu komið vinabeiðnir og boð um hina og þessa hluti.

Einar 300 "requests" af ýmsu tagi biðu mín við nýskráningu mína.

Það virðist nefnilega lítið að marka þetta batterí, þeir fara ekki einu sinni eftir gildandi skilmálum.

Ég minni þess vegna á fyrri færslu mína um þessi efni Lágmarksupplýsingar, Firefox, Adblock og Flashblock eru málið. Hótel Kalifornía er komið á netið.

 

 


mbl.is Facebook kúvendir í skilmálabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er út af því að "de-activate" er ekki það sama og "delete"; ef þú hefðir viljað algjörlega eyða út öllu um þig, varanlega, hefðirðu getað smellt á þennan hlekk: http://www.facebook.com/help/contact.php?show_form=delete_account

Jón (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það var ekki boðið upp á delete á sínum tíma, gott ef það er loksins komið.

Að sama skapi hafði verið gefin út fréttatilkynning sem tilgreindi að skortur á innskráningu í tiltekinn tíma myndi leiða til þess að notenda yrði eytt varanlega - sem varð ekki raunin með minn reikning, þrátt fyrir 14 mánaða fjarveru.

Hins vegar, og kannski punkturinn sem ég var að benda á, hefur eigandi Facebook greint frá því að engum upplýsingum er eytt úr gagnagrunni, þær eru bara mismunandi aðgengilegar og opinberar.

Elfur Logadóttir, 18.2.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Mama G

Þetta er samt bara Internetið í hnotskurn, once in - never out.

Mama G, 18.2.2009 kl. 14:06

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Alls ekki. Efni er fjarlægt af vefsíðum reglulega. Það eru fyrst og fremst aðilar sem hafa hag af því að nýta og eiga gögnin sem hlíta ekki fyrirmælum um annað.

Sem dæmi þá eru fyrstu útgáfur vefsíðu minnar týndar og tröllum gefnar vegna þess að ég týndi diskettunni sem ég geymdi afritið á. Way-back machine á ekki afrit af öllum útgáfum síðunnar.

Meira að segja Google fjarlægir efni, ef þú færir málefnaleg rök fyrir því að þeim sé það skylt. Það sem Facebook fer hins vegar fram á er að þú afsalir þér öllum þeim réttindum sem lög og aðlþjóðlegir skilmálar kveða á um að þeir þurfi annars að hlíta við notkun á þínum persónuupplýsingum. Afsalið á að vera um aldur og ævi, um öll gögn hvort sem þú eða aðrir setja þau inn á Facebook eða jafnvel á aðrar vefsíður.

Elfur Logadóttir, 18.2.2009 kl. 18:37

5 identicon

De-activate einungis felur prófílinn þinn en eyðir honum ekki. Það er samt ekki verið að gefa fólki kost á að eyða prófíl auðveldlega, það er enginn delete takki í stillingunum. Til þess (að því er ég best veit) þarftu að skrolla neðst..fara í "help" og þar er hægt að slá inn delete (sú aðgerð er reyndar í augnablikinu ein af eftisóttustu fyrirspurnunum þannig það birtist þarna í lista. Þar færðu linkinn sem þú þarft til þess að eyða prófílnum.

Tjásan (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:44

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Mikið rétt Tjása, en gögnunum er ekki eytt úr gagnagrunnum hjá Facebook, þó svo notendareikningur sé merktur "eyddur".

Eins og ég sagði, Hótel Kalifornía er komin á netið.

"You can check out any time you want, but you can never leave."

Elfur Logadóttir, 19.2.2009 kl. 10:27

7 Smámynd: Mama G

Já, já, sjálfsagt er nú ekki hver einasti pixell sem einhvern tímann hefur litið dagsins ljós á netinu ennþá til, en það að efni sé fjarlægt af vefsíðu þýðir einmitt ekki að efninu hafi verið eytt. Það er ennþá til, í back-up fælum, fyrirtækjum er skylt að eiga allt efni í ákveðið langan tíma. Þarf að vera aðgengilegt t.d. ef upp koma ákærur og því um líkt.

Gagnagrunnsstjórum er líka mjög illa við að henda efni, svona in general - kannski eitthvað svipað og með jeppana, því stærri grunnur ... jæja, kannski efni í aðra umræðu

Mama G, 19.2.2009 kl. 10:30

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Nei það er ekki heimilt að geyma gögn nema í tiltekinn tíma og félögum ber einmitt skylda til þess að varðveita þau ekki lengur en þessi tímamörk heimila.

Þetta er að sjálfsögðu misjafnt eftir því hvers eðlis gögnin eru og væri það of flókið fyrir mig að tilgreina það allt hér. Um umferðargögn í fjarskiptum og bókhaldsgögn gilda skýrar reglur en jafnframt eru allmennari reglur um varðveislu gagna í persónuverndarlögum, svo eitthvað sé nefnt.

Gagnagrunnsstjórar eru síðan allt önnur Ella og vilji þeirra til varðveislu brýtur mögulega gegn lögum.

Elfur Logadóttir, 19.2.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband