Lágmarksupplýsingar, Firefox, Adblock og Flashblock eru málið

Þannig má losna við allar auglýsingar og markaðsupplýsingaáreiti.

 

Mikilvægt er að sjálfsögðu að gefa ekki of mikið af upplýsingum um sig til þess þess að markaðsprófíllinn verði ekki of nákvæmur. Þátttaka í könnunum (eins og mjög vinsælum tónlistar og kvikmyndakönnunum) eru einnig afar óskynsamlegar, hafirðu snefil af verndarvilja á persónuupplýsingum þínum.


mbl.is Facebook: Notendurnir notaðir til markaðsrannsókna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvernig á þetta að koma í veg fyrir kannanir á facebook? eins og ég skil þetta þá kemur þetta ekki upp sem pop up heldur eins og þegar þú færð skilaboð um að einhver hafi breytt status eða commentað á mynd....

fólkið á bakvið facebook er ekki heimskt eða að leita að auðveldri leið til að hagnast heldur er þetta bráðsniðugt þegar þú ert kominn með svona stóran hóp sem hægt er að fá skoðun frá á örfáum mínutum. sem dæmi þá væri hægt að senda slíka könnun á alla sem flokkast undir íslendinga hjá þeim og fá álit þeirra á ýmsum pólitískum skoðunum.

Snorri (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Stjórnendur Facebook hafa einungis tvær leiðir til þess að ná til þín:

a) í gegnum forritabútana sem hægt er að virkja (Applications), og
b) í gegnum auglýsingasvæðin.
 
Þeir hafa ekki aðgang að veggnum þínum eða "News Feed/Live feed" svæðinu nema þú hleypir þeim þangað inn. Á þessum svæðum birtast eingöngu skilaboð frá þeim forritabútum sem þú hefur gefið heimild til þess að hafa samband við þig.
 
Ég gleymdi að setja í færsluna mína að alls ekki þiggja öll þessi tilboð sem þú færð frá vinum þínum um hinar ýmsu forritabúta sem eru svo "sniðugir" nema með bæði augun galopin.
 
Ég ætla fólkinu á bak við Facebook alls ekki að vera heimst (þvert á móti) en þau eru svo sannarlega að leita að auðveldari leið til þess að hagnast - því það er allur tilgangur með tilveru Facebook, að eigendurnir hagnist. Ég get líka alveg fallist á það að það er gríðarlega þægilegt að nálgast markhóp í gegnum Facebook en það breytir því ekki að hvert einasta snifsi sem þú setur þar inn og hver einasta spurning sem þú svarar, leikur sem þú spilar, tengsl sem þú myndar, allt er þetta hluti af því að búa til sem bestan markaðsprófíl til þess að a) selja og b) selja aðgang að, sbr. þessi kynning á markaðskannanamöguleika.
 
Ekkert í heiminum er nefnilega ókeypis, gjaldið fyrir notkun á Facebook eru persónuupplýsingar sem hagnýttar eru í markaðsfræðilegum tilgangi.

Elfur Logadóttir, 2.2.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Elfur, mér finnst eiginlega verra með þetta, að fólki var ekki sagt frá því á skýran hátt, þegar það skráði sig inn á Facebook, að fyrirtækið gæti selt allar þessar upplýsingar.  Fólk áttar sig liklegast heldur ekki á því, að upplýsingar sem fara inn á Facebook eru eign Facebook frá þeirri stundu.  Myndir, tónlist og hvað eina sem var í einkaeigu þess sem setti þetta inn, hefur Facebook núna afnotarétt af.

Mér finnst þetta glæpsamlegt og vil gjarnan sjá löggjöf sem tekur fyrir þetta.  Hefur þú kynnt þér þessi mál eitthvað út frá upplýsingaöryggislöggjöf?

Ég tek það fram að ég er ekki með Facebook-síðu.

Marinó G. Njálsson, 2.2.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

hehe. Ég fór sjálf í 12 mánaða Facebook "straff" fyrir rúmu ári síðan en gafst upp og skráði mig aftur inn nú um áramótin. Ástæðan var einmitt eins og þú segir, skilmálarnir sem voru til staðar þegar ég skráði mig sem notanda voru engan veginn upplýsandi og sú staðreynd að þú getur ekkert fjarlægt af upplýsingum þó svo þú teljir þig eyða þeim varð til þess að mér ofbauð - ásamt upplýsingum sem þá komu fram um tengsl ytri vefsíðna inn á Facebook, þ.e. upplýsingar frá síðum eins og Amazon og fleiri fóru inn í Facebook prófíl notenda á tímabili án samþykkis eða upplýsinga til notandans.

Ég er ein af þessum persónuverndarvarkáru og hef cookies stilltar þannig að ég þarf að samþykkja (eða oftast synja) hverri einustu sneið sem mér er send - þegar ég fór að rekast á Facebook sneiðar langt frá Facebook síðunni fór ég að grenslast fyrir og um svipað leyti fréttist af því að jólagjöf sem einstaklingur keypti í gegnum netið handa maka eða ættingja birtist sem lína í News Feed hjá viðkomandi með nafni, flytjanda og verslunarstað - eins og gefur að skilja varð spennan með jólagjöfina minni þar það árið. Að sögn breytti Facebook skilmálum sínum eftir þetta, auk þess (að sögn) að tryggja að slíkar upplýsingar berist aldrei á milli vefsíðna nema gegn upplýstu samþykki notandans. Ég treysti þeim ekki og lét mig hverfa.

Út frá upplýsingaöryggi er þetta að mestu leyti fyllilega heimilt því þú stjórnar því hvaða upplýsingar fara inn á Facebook. Upplýsingar sem berast frá Twitter og öðrum vefsíðum skilst mér að geri það með samþykki notenda þó ég hafi orðið vör við það um daginn að einn af vinum mínum þar inni var ósáttur með að líkamsræktarhugbúnaðurinn sem hann notaði birti áreynsluupplýsingarnar hans í News Feed hjá mér og öllum öðrum kunningum hans, sem bendir til hins gagnstæða.

Út frá persónuverndarsjónarmiðum er málið allt annað og Facebook hefur margsinnis verið ásakað um brot gegn persónuverndarlögum víðs vegar um heiminn. Einföld Google leit til þess að svara þessari spurningu skilaði mörgum niðurstöðum um slíkar ásakanir. Neðst í færslunni setti ég inn nokkrar niðurstöður valdar af handahófi.

Þessu með afnotaréttinn var ég hins vegar búin að gleyma. Það snýst þá um framsal höfundaréttar sem ég er ekki viss um að þeir kæmust upp með ef á það yrði látið reyna, það fer þó alfarið eftir því hvað notandinn þarf að samþykkja og hefur heimild til þess að hafna. Ég hef ekkert kynnt mér þetta frekar - einbeiting mín hefur verið á rafræn skilríki undanfarið ár ;)

http://en.wikipedia.org/wiki/Facebook#Controversies

http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/7428833.stm

http://valleywag.gawker.com/316469/why-facebook-employees-are-profiling-users

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2008/06/11/AR2008061103759.html

Elfur Logadóttir, 2.2.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það hefur sem sagt ekkert breyst.  Menn fótum troða persónuverndina og eignaréttin í skjóli þess að fólk viti hvað það er að gera.  Málið er að fæstir átta sig á því.  Ég hef barist gegn þessu á mínu heimili, en enginn hlustar .  Fólk heldur að upplýsingarnar séu saklausar og skaði engan, en það er ekki málið.  Facebook getur ekki ákveðið hvað birtist hvar af því að einhver samþykkti eitthvað fyrir langa löngu.  Íslensk persónuverndar lög veita ekki slíka heimild til aðila eins og Facebook.  Þau tiltaka að upplýst samþykki sé ekki hægt að túlka sem ætlað samþykki, vegna þess að fólk mótmælir ekki.

Í mínum huga er athæfi Facebook klárt brot á persónuverndarlögum og tilskipun ESB nr.  95/46/EC.  Það kæmi mér heldur ekki á óvart að þessi víðtæka prófílering sé líka brot á tilskipuninni.  Mér finnst þetta raunar svo gróft, að þetta minnir mig helst á siðblinda krimma úr James Bond myndum. 

Hvernig gengur annars með rafrænu skilríkin?  Hafa þau ekki lent á hold síðustu vikurnar og mánuði?  Mér finnst þau vera grundvöllur fyrir því að hægt sé að nota rafrænar aðferðir við kosningar og þau geti því orðið mjög mikilvægur hlekkur í opnu lýðræði.

Marinó G. Njálsson, 2.2.2009 kl. 23:19

6 identicon

Marinó er greinilega með þetta á hreinu.  Ég hafði heyrt eitthvað um höfundarréttinn og Facebook og las notkunarskilmálana fyrir ekki löngu síðan.

Með því að samþykkja skilmálana þá ertu ekki bara að afsala þér höfundarrétti á öllu sem þú setur inn á Facebook heldur gefur þú Facebook leyfi til að safna upplýsingum um þig allsstaðar þar sem þeir ná í þær.  Þetta er ekki bundið við Facebook heldur leita þeir út um all Internetið að greinum, bloggi o.s.frv. þar sem nafnið þitt kemur fyrir og þessu er öllu safnað saman á einn stað.  Það er ekkert sem þú getur gert til að koma í veg fyrir að einhver skrifi um þig á bloggi eða netmiðlum.  Eftir að þú hefur samþykkt notkunarskilmála Facebook hefur þú gefið þeim leyfi til að safna öllum upplýsingum sem þeir geta um þig og þú getur ekki eftir það andmælt því.

Ég er ekki með Facebook og það verður löng bið á því að ég afsali mér öllum persónuréttindum á þann hátt.

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:32

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Vandamálið við Facebook og persónuverndartilskipunina er lögsagan. Facebook er bandarísk vefsíða og samkvæmt mínum upplýsingum hýst á bandarískum netþjónum þannig að það þarf orku og mikla vinnu til þess að koma "böndum" á starfsemina á grunvelli þeirrar tilskipunar, ef það er yfirhöfuð hægt. Ég myndi þó gjarnan vilja sjá sterk evrópsk persónuverndarsamtök láta á það reyna hvort þriðjaríkissmuga tilskipunarinnar dugir.

Varðandi upplýsta samþykkið, þá er löggjöfin (bæði sú íslenska og sú evrópska) því miður ekki næstum því nægilega skýr til þess að upplýsta samþykkið sé krítískur faktor í mati á ástæðum fyrir nýtingu persónulegra upplýsinga. Fyrsti til sjöundi töluliður 8. gr. íslensku persónuverndaralaganna (þar sem upplýsta samþykkið er 1. tl, fyrir ykkur hin sem eruð að fylgjast með ;)) eru allir jafnréttháir þannig að stjórnendur Facebook geta auðveldlega borið fyrir sig aðra töluliði fyrir upplýsingasöfnuninni, telji þeir að þeir töluliðir haldi. Menn eru jú búnir að gera ígildi samnings við Facebook þegar þeir samþykkja skilmála fyrir inngöngu og margir forritabútar "þurfa" þessar upplýsingar til þess að virka. Þannig gætu stjórnendurnir mögulega borið fyrir sig 2. tl. 8. gr. laganna og jafnvel mögulega komist upp með það. Eins er 7. tl. geigvænlega opin í annan enda og ótrúlegustu röksemdafærslur um lögvarða hagsmuni gætu haldið - því í töluliðnum eiga þeir lögvörðu hagsmunir ekkert sérstaklega við andlagið (þ.e. þann sem safnað er upplýsingum um). En nú er ég komin í lagatúlkun sem best er eftirlátið dómstólum ;)

Elfur Logadóttir, 2.2.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef eindregið varað við þessu, bæði hér og þar og allsstaðar. Og nú hefur ræst það fyrsta sem ég bjóst við myndi gerast í þessu: persónuprófílinn er orðinn markaðsvara! Sem er kannski gott og blessað, ef það er eitthvað sem fólki þykir eftirsóknarvert eins og eru eflaust góð og gildi dæmi um. Mig grunar hinsvegar að það sé ekki nákvæmlega það sem flest "venjulegt" fólk myndi kæra sig um, a.m.k. ekki að vel ígrunduðu máli. Gallinn er bara sá að fæstir eru mikið að velta því fyrir sér, og enn færri sem nenna að lesa til hlítar alla þá skilmála sem maður verður að undirgangast til að gerast notandi á facebook (og það á svo sem við um fleiri nettengdar þjónustur). Nú vill reyndar svo til að undirritaður tilheyrir þessum síðastnefnda, skrýtna þjóðflokki, sem les alltaf smáa letrið, kvartar í búðum undan röngum verðmerkingum, og er með ofnæmi fyrir "stóra bróðurs-heilkenni". ;)

Ég held því miður að fólk geri sér fæst nokkra einustu grein fyrir því hvað þarna liggur að baki. Til að búa til "prófíl" af hverjum notanda nota þeir ekki bara það efni sem maður setur inn sjálfur, heldur líka allt sem aðrir setja inn um mann (sem maður hefur lítil tök á að ritstýra). Þar að auki skanna þeir vefinn og leita að efni sem þú hefur sett inn annarsstaðar ("gúgla" þig og samkeyra niðurstöðurnar) t.d. ef þú ert með blogg einhversstaðar, en í leiðinni finna þeir auðvitað ýmsar upplýsingar þar sem þín er getið t.d. á fréttaveitum (ef maður er svo frægur) eða í opinberum gögnum og skrám þar sem þær eru aðgengilegar. Síðast en ekki síst þá skrásetja þeir hvern einasta músasmell og lyklaborðsinnslátt sem þeir nota svo til að greina notkun þína nákvæmlega, jafnvel niður í einstakar hreyfingar. Sannað hefur verið að smelli- og ásláttarmynstur ("click-pattern") er ígildi rithandarsýnishorns, að því leyti að hægt er að þekkja tiltekin persónueinkenni í mynstrinu. Með því að tengja slíkt mynstur við hverskonar persónugreinanlegt auðkenni á borð við notandanafn (IP-tala er jafnvel nóg) er svo hægt að að þekkja hver það er sem situr heima við tölvuna. Komist þessi gögn í hendur þriðja aðila getur hann notað þau eins og nokkurskonar "fingrafaraskanna" til að bera kennsl á notendur sem heimsækja tilteknar vefsíður, jafnvel án þeirra vitundar.

Með því að gangast undir alla skilmála sem fylgja notkun facebook er maður því afsala gríðarlega miklu af sinni persónulegu friðhelgi, í hendurnar á gróðasæknu erlendu stórfyrirtæki sem guð má vita hvað annað hefur á stefnuskrá sinni! Allavega eru ýmsir misjafnir sauðir sem hafa komið að rekstri þess og fjármögnun, jafnvel hefur Mark Zuckerberg sjálfur verið sakaður um að hafa beinlínis stofnað facebook á grundvelli illa fenginna persónuuplýsinga sem hann komst yfir á námsárum sínum. Einnig eru þekkt dæmi um að tilraunir til þess að "hakka"facebook hafi borið nokkurn árangur, þó að þeir reyni eflaust sitt besta í öryggismálum þá eru þeir stórt og bitastætt skotmark fyrir þá sem vilja stela þaðan (prívat) upplýsingum. Meginreglan sem ég held að hver einasti "venjulegur" einstaklingur ætti að tileinka sér í umgengni við svona kerfi er afskaplega einföld: Ekki setja neitt þarna inn sem þú myndir ekki vilja sjá daginn eftir á forsíðum dagblaða! Þar með talið hvaða "vinum" þú ákveður að tengjast, það getur komið sér illa og kannski löngu síðar að hafa tengst einhverjum sem hefur slæmt orðspor eða ávinnur sér það, hvort sem það er verðskuldað eða ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 00:01

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Elfur, ég átta mig á lögsöguhliðinni, en það breytir ekki því að þetta brýtur gegn tilskipuninni. 

Mér finnst þetta bara vera svo gróft mál, að það bara verður að stoppa þetta.  Ég get ekki séð að það sé hægt að gera ráð fyrir að notendur skilji hina umfangsmiklu skilmála sem þeir eru að samþykja.  Auk þess, er engin trygging að sá sem samþykkti skilmálanna sé sá sem hann segist vera.  Þessu til viðbótar eru stórhluti notenda undir lögaldri, en hefur bara logið til um fæðingarár.

Marinó G. Njálsson, 3.2.2009 kl. 00:16

10 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þetta eru fyllilega lögmætar áhyggjur hjá ykkur báðum. En því miður Marinó þá er það ekki alveg svona klippt og skorið hvort þetta brýtur gegn tilskipuninni vegna þess að þú samþykkir skilmálana á leiðinni inn - það er á þína ábyrgð hvort þú lest þá eða ekki og fávísi er ekki réttmæt afsökun.

Ég vona engu að síður að böndum verði komið á þetta fyrirbæri sem Facebook er. 

Ég er jafnframt ein af (jafn?) fáum sem líkar ekki við Google afurðir af nákvæmlega sömu ástæðu. Bæði þessi fyrirtæki eru að safna saman eins miklu magni af persónugreinanlegum upplýsingum og unnt er til þess að hagnast á þeim.

Elfur Logadóttir, 3.2.2009 kl. 00:30

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Elfur, það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem er ekki með ensku sem móðurmál skilji allt sem er í skilmálum Facebook.  Þessi rök halda ekki af þeirri ástæðu.  Auk þess er það eina sem krafist er, að fólk hafi lesið skilmálana, en þeir eru því miður settir þannig upp, að ekki er víst að fólk geri sér grein fyrir merkingu þeirra.  Í mínum huga halda þeir ekki vatni og stæðust alls ekki fyrir rétti, þar sem ætlast er til of mikils lagalegs skilnings af hálfu notenda, ekki er nokkur trygging fyrir að því að viðkomandi hafi í raun lesið skilmálana og notandinn er að framselja of víðtæk réttindi til Facebook.  Þessir skilmálar eru hrein og bein kúgun, þar sem sett er á markað vara sem "allir" vilja.  Það er nær enginn að velta því fyrir sér hvaða rétt viðkomandi er að láta frá sér.  Alla langar bara að komast á Facebook.

Ég er alveg sammála þér varðandi Google, að þar er önnur hætta sem mér finnst sífellt verða ógnvænlegri.  Málið er að bandarísku persónuverndarlögin verja okkur ekki, en tilskipun 95/46/EC ætti að vera nógu sterk til að gera það.  Að öðrum kosti er alltaf hægt að bera fyrir sig lögsögunni og því flytja kerfið til eyríkis í Kyrrahafi sem hefur engin persónuverndarlög.  En þetta er þitt sérsvið innan lögfræðinnar, ekki satt?

Marinó G. Njálsson, 3.2.2009 kl. 00:48

12 Smámynd: Kristján Logason

Alir skilmálar varðandi notkun á hinum ýmsu síðum hafa verið að breytast til verri vegar hin síðari ár. Þannig er í raun ekki hægt að birta neinar upplýsingar af viti á nþess aðtiltaka stranglega höfundarétt.

Allar myndir sem birta skal á netinu þurfa að vera með höfundarréttarmerki á myndinni. Það er ekki nóg að það sé í rótarskránni því ný lög sem eru á leiðinni í USA og heyrst hefur að UK vilji taka upp líka gefa mönnum í raun rétt á að stela myndum (með smá takmörkunum). 

Þannig hafa líka ýmsir komið á keppnum í hinum ýmsu listgreinum og ef fók ekki varar sig þá hefur það samþykt eignarhald keppnishaldara á insendum gögnum hverskonar og afsalað sér höfundarétti.

Það er mikil barátta í gangi varðandi höfundarrétt í USA og mönnum orðið ágætlega ágengt en allt er lítur að höfundarétti (eða hvers konar upplýsingasöfnun) á undir högg að sækja. 

Gallinn er að lögjafinn(í USA sérstaklega) sér kosti við svæði eins og Facebook og notar það svæði óspart við upplýsingaöflun og skrásetningu aðila. 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 03:15

13 identicon

Rafrænu skilríkin koma ekki alveg strax, það átti að endurnýja öll debetkort landsmanna í síðasta lagi á þessu ári. En nú á að gera þetta jafn óðum þannig að upp úr miðju ári 2011 eiga allir að vera komnir með ný kort sem hægt er að nota sem rafræn skilríki.

karl (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 03:20

14 Smámynd: Kristján Logason

E.s annars átt þú ekki systir að vera að kenna fólki svona því það heftir starfsmöguleika minn

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 03:21

15 identicon

Er ekki verið að gera stórmál úr engu? Ég get ekki séð að neitt af því sem ég hef sett inn á þessa blessuðu bók sé mér skaðlegt á neinn hátt og öllum frjálst að selja þær upplýsingar, mér að meinalausu.

Ef aðstandendur Facebook verða ríkir af því að selja upplýsingar eða aðgengi að mér eða mínum, þá bara húrra fyrir þeim.

Þessi blessaða persónu"vernd" er gríðarlega ofmetið fyrirbæri.

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:49

16 Smámynd: Elfur Logadóttir

Marinó, ég er sammála þér, auðvitað á texti alltaf að vera það skýr að þeir sem eiga að samþykkja hann geri það, en ef þeir gera það ekki og samþykkja hann samt, þá er samningurinn skuldbindandi - síðan er það þá spurning um hvort í samningunum felast ósanngjörn skilyrði sem sækja mætti ógildingu á.

Bandarísku persónuverndarlögin ná ekki til fyrirtækja, þ.e. þau eru fyrst og fremst vernd einstaklingsins gagnvart ríkinu, ekki gagnvart gagnasöfnun fyrirtækja á markaði.

Það er rétt hjá þér, persónuverndin er ein af undirgreinum upplýsinga- og samskiptatækniréttarins sem ég hef sérhæft mig í.

Kristján, ég efast ekki um að menn hafa hert hjá sér skilmálana þegar þeir sjá hvað Facebook kemst upp með. Hins vegar er ég sammála Marinó að sumu leyti að það er ekkert víst að þessi skilyrði haldi fyrir rétti.

Ég er hins vegar ekki ein af þeim sem tel að CIA standi á bak við Facebook. Mér skilst hins vegar að ECHELON virki þannig að filter er settur á öll samskipti inn og út úr Bandaríkjunum og þannig safnist Facebook gögn eins og önnur gögn. ... En ég hef bara ekki trú á að gagnavinnslan innan rannsóknarstofnanna sé eins öflug og bíómyndirnar og sjónvarpsþættirnir sýna okkur.

"Davíð" það er ástæða til þess að gera stórmál úr persónuvernd. Íslendingar hafa verið plataðir í þvílíka eftirgjöf í persónuverndarmálum að ólíkindum sætir. Að sjálfsögðu hefur þú hins vegar heimild til þess að gefa upp um þig þær upplýsingar sem þú kýst - það er þinn réttur að leggja innyflin á borðið, kjósir þú svo. Jafnframt er það þinn réttur að gera hvern þann aðila ríkan sem þú kýst en mundu bara að það getur þýtt að einn daginn verður einhver ríkur á gögnum þínum sem þér þóknast ekki - og hvað gerirðu þá?

Elfur Logadóttir, 3.2.2009 kl. 14:26

17 identicon

Ég geri mér bara fulla grein fyrir því að það sem ég set á netið er öllum opið og hvað mig varðar, öllum frjálst til notkunar eins og þeim sýnist. Ef þeir geta nýtt eitthvað af því til að auðgast, þá verði þeim að góðu bara :)

Ég er enn á því að persónuvernd sé ofmetið fyrirbæri og gerir oftar en ekki meira ógagn en gagn - kannski vegna þess reyndar að menn fara offari í löggjöfinni í nafni verndar. Kannski er ekki verndinni sem slíkri um að kenna, heldur framkvæmd hennar.

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband