30.1.2009 | 17:09
Maðurinn með eiginleika strútsins
Það var og.
Það eru 13.000 manns skráðir atvinnulausir og spáð er að 18.000 manns verði á atvinnuleysisskrá eftir örfáa mánuði. Brúttóskuldir ríkissjóðs stefna í rúmlega tvö þúsund milljarða króna og skuldir umfram eignir hafa þegar verið nefndar sem fimm hundruð milljarðar. Þjóðarbúið dregst saman um 10% á árinu. Stýrivextir eru 18%, almennir yfirdráttarvextir hæst nálægt 30%. Hvert mannsbarn á Íslandi mun líklegast skulda margar milljónir. Við erum ekki viðurkennd á almennum fjármálamörkuðum og gengi krónunnar á alþjóðlegum mörkuðum, ef hún hefur verið reiknuð, er á bilinu 200-220 kr fyrir evruna. Og þá er ég ekkert búin að nefna um vextina sem við þurfum að bera af öllum lánunum sem hafa verið nefnd.
En maður lifandi, Geir hefur alveg rétt fyrir sér. Ástandið er ekki svo slæmt - bara sirka svona eins og það var árið 2006.
Geir óttast sundrung og misklíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
flott fyrirsögn há þér,
Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.1.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.