3.11.2008 | 20:29
... en hvað með lánveitingar ótengdar starfskjörum?
Athyglivert hvernig alltaf er hægt að greina í texta þegar settar eru fram fullyrðingar til þess að slá ryki í augun á fólki. Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir orðrétt:
Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar slíkar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum.
Þetta orðalag öskrar á spurninguna: Hvað var lánað til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa án beinna tengsla við starfskjör? Og að sama skapi, hafa verið niðurfellingar skulda vegna slíkra lánveitinga?
Hvar eru blaðamenn þessa lands?
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.