13.10.2008 | 16:36
Innlánseigendur eru líka lánadrottnar
Annað hvort er Davíð að segja að skuldir bankanna við innlánseigendur erlendis verði ekki greiddar, eða þá hann áttar sig ekki á því að innlánseigendur eru einnig lánadrottnar. Hvoru tveggja finnst mér óásættanlegt.
Hvað sagði Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Innlánseigendur eru lánadrottnar, og gera kröfur í þrotabúið (erlenda hlutann í LÍ). Hvar þeir lenda þegar kemur að því að greiðta út úr þrotabúinu, hljóta að koma fljótlega á eftir launþegum.
Soffía (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:53
já en ríkið hefur gefið það út að þeir ætli ekki að borga það enda fráleitt þar sem sá sem lánar peninga veit full vel að það sé áhættufjárfesting en vissulega fá þeir einhvað eins og alltaf en verða þó heppnir ef þeir fá 2 pens fyrir hvert pund
Aron Ingi Ólason, 13.10.2008 kl. 17:01
Þegar skiptastjórar hafa selt eignir þrotabús erlenda hluta LÍ, þá verður sá peningur notaður til að greiða kröfuhöfum. Erlendi hlutinn á eignir í þrotabúinu en þær mega ekki fara á brunaútsölu, auðvitað er best að geta greitt sem flestar kröfur.
Soffía (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 17:06
Þetta sem þið segið er í samræmi við það sem Davíð sagði og einnig Geir undanfarið. En reyndin er alveg þveröfug - við erum að gangast undir erlendar skuldir upp á 600 milljarði króna til að borga þessar Icesave innistæður í Bretlandi og Hollandi. Það er meira en fjárlög íslenska ríkisins.
Bretar samþykktu ekki það sem Geir og Davíð sögðu, settu okkur fótinn fyrir dyrnar ásamt Hollendingum, og hafa nú náð sínu fram.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.10.2008 kl. 17:17
Það á eftir að selja eigurnar úr þrotabúinu og þá verður breska ríkinu og því hollenska greiddar skuldirnar. Eins og ég hef skilið þetta er betra að fá lán frá þjóðunum, það ætti að forða þrotabúinu frá því að selja eignirnar á brunaútsölu. Það ætti því að koma þrotabúinu betur.... ef ég hef skilið þessar lánaskilyrði rétt. Tek samt fram að ég hef einungis séð blaðafréttir um þetta ekki lögfræðilegar skýringar.
Soffía (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 17:25
Lán eru yfirleitt veitt gegn veði. Áður fyrr var hver króna tryggð með gulli og tímar hafa breyst eilítið síðan þá og núverandi veð geta jafnvel verið önnur lán eins fáránlega og það kann að hljóma. Vandamálið er að þegar ég get ekki borgað mitt lán þá læt ég frá mér veðið upp í skuldina og ætlast til þess að það dugi til þess að full greiða lánið. Lánadrottnari minn væntir þess einnig og tekur þá áhættu að treysta því.
Sparifjáreigandi býst hins vegar ekki við því að tapa eða græða. Sparifjáreigandi býst við því að peningurinn sem hann færir til bókar í bankanum sé sá peningur sem hann fær greitt þegar hann þarf á að halda. Slíkt innlán er ekki veðlán að sama skapi og bílalán eða þess háttar. Sá sem geymir sparifé (hvað er sparifé er yfirleitt ákvarðað af vöxtum) ber aðra ábyrgð á því en lánhafi ber á hefðbundnu láni.
Í US eru reikningarnir pínulítið öðruvísi en heima á Íslandi. Þar eru "checking" og "savings" reikningar. Þú getur hvenær sem er tekið allt fé út úr "checking" reikningi en "savings" reikningur getur verið með hámarksúttekt. "Savings" er þannig líkara hefðbundnu láni en "checking" (sem hefur enga vexti) en er samt tryggt upp að ákveðnu marki.
Ég man ekki alveg upphæðina sem er venjulega tryggð í íslenskum banka en mig minnir að það hafi verið eitthvað um 3,5 milljónir (það var allavega hámark). Það sem hefur hins vegar breyst víða um heim er að stjórnvöld hafa hækkað þessa tryggingu gríðarlega. Allt upp í að allt sparifé er ríkistryggt.
Ég verð að vera sammála Davíð (aldrei þessu vant), ef ég skil hann rétt, að LÁN verða ekki ríkistryggð ... en sparifé, jah.. hann sagði ekkert um það. Nú undanfarið hefur íslenska ríkið hins vegar verið að fá lán frá Bretum og Hollendinum til þess að tryggja sparifé Breta og Hollendinga. Þetta er að vissu leyti rökrétt því að það sparifé sem Bretar og Hollendingar lögðu inn á IceSave kom hingað til Íslands og ætti þannig rökrétt að vera hér á Íslandi eða allavega í eignum Landsbankans einhversstaðar. Nú þarf Nýi landsbankinn semsagt að hafa upp á því fé til þess að láta íslenska ríkið fá til þess að borga lán sem það fékk frá Bretum og Hollendingum.. plús vexti.
Í skilgreiningu undanfarinna daga þá eru sparifjáreigendur því EKKI lánadrottnar því það er búið að tryggja þeim allt aðra meðferð en þá sem eiga lánin (hlutabréfin sem voru keypt fyrir lán).
Björn Leví Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 17:28
Það er ekki gott að segja hvort eignirnar verða seljanlegar - eða hvaða eignir þetta voru yfirhöfuð. Svo er heldur ekki ljóst nema eignirnar þurfi fyrst að fara í að borga það sem innistæðutryggingin náði ekki til?
Til dæmis í Hollandi, ef innistæðutryggingin nam 150 milljörðum sem var fengið að láni frá hollenska ríkinu, þá fá 108.000 innistæðueigendur endurgreitt að hámarki 3 milljónir króna. Flestir hafa verið með minna en það, sumir eflaust meira (og í Bretlandi voru margir með mun meira). Eignirnar sem seldar verða í Hollandi hljóta fyrst að fara í að borga þeim sem ekki fengu allt sitt bætt með tryggingunni.
Hvað átti Landsbankinn í Hollandi sem er svo verðmætt að það sé hægt að selja það fyrir hundraðir milljarða? Var það ekki bara einhver hlutabréf? Innistæðurnar fóru jú hingað heim, það var þannig sem bankinn gat boðið svona háa vexti. Mig grunar að þessar eignir standi aldrei undir innistæðunum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.10.2008 kl. 17:36
Vinur minn sagði við mig í sumar að meðferð sparifjár væri mjög einföld, ekki eiga meira en 3,5 milljónir (man ekki alveg hvort þetta er talan sem hann sagði við mig) inn á reikningi og þá ertu tryggður. Tek þær heimildir mjög alvarlega því hann var að vinna hjá Kaupþingi. Þetta eru hins vegar reglur sem fæstir vita af.
Þetta eru einnig reglur sem setja skorður á hvað sparifé er og hversu mikið hver einstaklingur getur safnað saman í verk (eins og að stofna fyrirtæki) án þess að taka lán. Auðvitað er svo sem hægt að dreifa fé á milli reikninga og/eða banka til þess að plúsa upp hversu mikið sparifé þú getur átt sem er 100% tryggt.
Björn Leví Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.