21.10.2007 | 22:47
Bjálki? Flís? Eða hvað er málið?
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja eða hvernig ég á að túlka eftirfarandi ummæli Björns Bjarnasonar:
Það má síðan alltaf reyna að þurrka fyrri ummæli út og þykjast eins og þau hafi aldrei verið látin falla.
Í ljósi þessara ummæla á Orðinu á götunni:
Ég lýsi enn undrun minni á því að Helga Seljan sé falið að fjalla um fréttir vikunnar. Svona endaði færslan í dagbók Björns Bjarnsonar á netinu á föstudagskvöldið.
Núna er hins vegar búið að taka þessa setningu út.
Björn er einmitt mjög iðinn við að breyta færslum eftir að hann birtir þær fyrst og gildir það jafnt um að taka út línur og setja þær inn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.