Hvernig er hægt að verða svona margsaga?

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei haft mikla trú á Vilhjálmi og trúað þeim sem hafa kallað hann ref, en ég held að ég hefði aldrei getað gert mér í hugarlund að einn maður myndi reyna að bera fram fyrir alþjóð eins margar mismunandi útgáfur af ferli eins máls eins og maðurinn hefur gert á síðastliðnum 10 dögum. Ef ég væri ekki að skrifa meistaraprófsritgerð þá myndi ég láta mig hafa það að hlusta á upptökur allra fréttatíma og lesa eintök allra dagblaðanna sem berast inn á heimilið til þess að kortleggja sögurnar og hvenær og hvar þær breytast.

En eftir stendur spurningin hvort manninum sé stætt að taka frekari þátt í opinberri umræðu - það virðist með engu móti unnt að gera ráð fyrir því að út úr honum komi sannleikskorn hvort sem er. 


mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband