18.7.2007 | 15:55
Advocate General er ekki dómari
Ég veit að það getur verið erfitt að skilja skipulag Evrópusambandsins og er Evrópudómstóllinn þar engin undantekning. En það er nú örlítið of langt gengið að ætla að reyna að koma með þá söguskýringu að yfirdómari segi álit sitt á málinu áður en dómstóllinn sjálfur gerir það.
Hið rétta er að Paolo þessi hefur starfsheitið advocate general, sem þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins þýðir sem aðallögmaður, en ekki yfirdómari.
Venjan er í evrópurétti að einn af starfandi aðallögmönnum dómstólsins gefur álit sitt (opinion) áður en dómstóllinn kveður upp sinn dóm, og það var það sem hér gerðist. Þess vegna er ekki rétt að segja að Evrópusambandið hafi komist að niðurstöðu, né heldur að Evrópudómstóllinn hafi gert það. Því síður að yfirdómarinn hafi verið að tjá sig. Þetta álit sem nú er fram komið er bara hluti af þeirri venjulegu málsmeðferð sem á sér stað fyrir dómstólnum, þar til opinber niðurstaða er sett fram er best að hafa aðeins hægar um sig.
Evrópusambandið: Svíar hygla bjórframleiðendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Athugasemdir
klukk
María Kristjánsdóttir, 22.7.2007 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.