Rannsóknarhagsmunir vs. tjáningarfrelsi

Já það er athyglisverð niðurstaða héraðsdóms og augljóst að umfjöllun DV um málið á mjög viðkvæmu augnarbliki hefur skaðað mjög rannsóknarhagsmuni í málinu.

Það getur verið erfitt að sitja á upplýsingum sem þessum og er hreinlega spurning hvort hægt sé að gera kröfu til þess. Ef horft er hlutrænt á málið, þá er það að sjálfsögðu fréttnæmt að þetta mikið magn skuli hafa fundist í bíl. En er ekki líka mikilvægt fyrir fjölmiðla að vinna með lögreglu í málum sem þessum?

Er það kannski ekki einmitt mikilvægara að blessaðir mennirnir náist og fái refsingu fyrir ætlað brot, heldur en að færa okkur hinum fréttir um það deginum fyrr eða seinna að 3,8 kíló af kókaíni hafi fundist í bíl í innflutningi.

Ég er almennt mikill útvörður tjáningafrelsis - líka þegar skoðanir manna eru óþægilegar - en ég held að þarna liggi mörkin.


mbl.is Sýknaðir af ákæru vegna innflutnings á 3,8 kg af kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband