Ekki gleyma eineltinu

Það er alltaf gott að heyra að ótímabær andlát leiði til vakningar af þessu tagi. Í fréttinni er minnst á að leitað verði til barnaverndaryfirvalda til þess að fá upplýsingar um hvernig fénu verði vel varið. Mér finnst það reyndar augljóst. Ótrúlega hreinskilin minningargrein föðursins sagði það allt:

Hringingin úr skólanum sagði að ekki væri allt sem sýndist. Susie er þjófur! Hún stelur peningum frá foreldrum sínum og öðrum og slær um sig með sælgæti í skólanum. Nú varð að beita hana viðurlögum og aga, bæði í skóla og á heimili. Hún virtist ekki aðlagast í skólanum og grúfði sig yfir bækur, m.a.s. Dostojevskí. Það var ekki fyrr en miklu seinna, langtum seinna, að hún sagði okkur að hún hefði notað sælgætið til að blíðka kvalara sína. Allir brugðust henni, mest ég. Skilningsskortur og hugleysi er synd og syndir feðranna munu koma niður á börnunum.

Úr Miðskólanum kom Susie með kramið hjarta og slíkt hjartasár skilur eftir ör sem aldrei hverfa. Seinna þegar hún Susie bjó til lista yfir þá sem hún ætlaði að fyrirgefa var að lokum eitt nafn eftir á listanum; nafn þeirrar sem hafði sig mest í frammi. (leturbr. mín)

 Það er margítrekuð saga að þeir sem líklegastir eru til þess að ánetjast fíkniefnum eru þeir sem einhverra hluta vegna hafa brotna sjálfsmynd. Í hennar tilviki, eins og hjá svo mörgum öðrum, var það eineltið. Á hverju einasta ári útskrifast nemendur úr grunnskólum landsins með mölvaða sjálfsmynd vegna eineltis skólafélaganna, sumir jafnvel útskrifast ekki því þeir hafa helst úr lestinni.

Ég legg til að byrjað verði þar. 


mbl.is Minningarsjóður um Susie Rut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband