Ekki með öllu rétt, en það má líka byrja að telja fyrr ...

Það er alveg rétt að talning verður flóknari en áður en alls ekki óyfirstíganleg og ætti ekki að þurfa að lengja kosninganóttina mikið.

Það mikilvæga er að áfram er valinn einn flokkur og þess vegna er fyrsta flokkun fullkomnlega sambærileg því sem áður hefur verið. Breytingar, röðun eða annað, verða eingöngu heimilaðar innan þess lista sem valið er að kjósa. Jafnframt virðist það liggja fyrir að ekki muni allir flokkar kjósa þessa leið, að heimila kjósendum uppröðun frambjóðenda. Þess vegna mun niðurstaða kosninganna hvað varðar fjölda þingmanna ekki liggja fyrir mikið síðar en áður.

Tvennt kemur hins vegar til sem mun flækja talninguna:

  1. Vafaatkvæðum mun fjölga til muna og því gæti verið mikilvægt að skilgreina miklum mun betur hvernig farið verður með vafaatriði sem koma til vegna þessara breytinga. Jafnframt gæti mögulega verið skynsamlegt að kjörstjórn og umboðsmenn fari yfir vafaatkvæði í fleiri en einu holli. Jafnframt mætti flokka þessi atkvæði strax eftir tegund vafa og líklegrar niðurstöðu hópsins, sem þá þyrfti mögulega ekki að fara jafn vandlega yfir hvert einasta vafaatriði, ef mörg eru af samkynja vafa.
  2. Röðun á lista þeirra sem velja að heimila kjósendum uppröðun frambjóðenda mun vissulega taka lengri tíma. Þess vegna er mikilvægt að byrja að telja fyrr, því talning fyrstu atkvæðanna tekur ávallt lengri tíma en talning þeirra síðustu, sérstaklega þegar um flækjustig af þessu tagi er að ræða. Ef talning byrjar fyrr, atkvæðakössum er skipt út oftar, talningarmönnum er fjölgað og verklagið er skipulagt með markvissum hætti þá sé ég ekki að tafir eigi að verða svo miklar.

Þetta snýst sem sagt fyrst og fremst um markviss vinnubrögð og góðan undirbúning og þá verður talningahlutinn ekki óyfirstíganlegur.

Mikilvægust er hins vegar skilmerkileg reglusetning og fræðsla til almennings til þess að tryggja að vafaatkvæðin verði sem fæst og að afgreiðsla þeirra gangi sem hraðast.


mbl.is „Kosninganóttin“ gæti orðið löng og ströng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband