Þingsályktunartillaga - stjórnarskipunarlög ... hver er munurinn?

Það hljómaði eitthvað skakkt að bera fram þingsályktunartillögu um lögbundna þætti í stjórnskipuninni þannig að ég fór inn á vef Alþingis og sá fljótt að þingsályktunartillagan sem rædd er í fréttinni reyndist vera frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Frumvarp til þess að breyta stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er örlítið stærra en þingsályktunartillaga.

Að sjálfsögðu má síðan efast um tilgang þess að leggja fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni á fyrsta starfsári Alþingis eftir kosningar, þar sem stjórnarskrá verður ekki breytt nema rjúfa þing og boða til kosninga. Er Siv virkilega tilbúin í nýjar kosningar?

http://www.althingi.is/altext/135/s/0024.html 


mbl.is Vilja að ráðherrar víki úr þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ekki er að finna í stjórnarskránni nein fyrirmæli um að frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum skuli aðeins leggja fyrir Alþingi í lok kjörtímabils.  Þetta er hins vegar siður stjórnmálaflokka, slæmur siður á mínu mati því að kosningar sem fara í kjölfar samþykkis slíkra frumvarpa snúast í raun um allt annað en stjórnskipunarlög.

Hreiðar Eiríksson, 3.10.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þar er ég fyllilega sammála þér Hreiðar. Þess vegna spurði ég líka sérstaklega í lok færslunnar hvort Siv væri raunverulega tilbúin í nýjar kosningar. 

Elfur Logadóttir, 3.10.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Góð ábending.

María Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband